Kvíárjökull – hæðarlíkan

Einn af tilkomumestu jöklum landsins nefnist Kvíárjökull og er hann í Öræfasveitinni. Eitt helsta sérkenni hans er umgjörðin eða hinir háu jökulgarðar, sem ná 80 m hæð og umlykja og hylja jökulsporðinn fyrir vegfarendum. Til að sjá jökulinn þarf að fara inn um op myndað af farvegi Kvíár, sem fellur til austurs frá jökli. Fjöllin sem liggja að jöklinum eru Staðarfjall að sunnaverðu og Vatnafjöll að norðanverðu. Talið er að hraun runnin á Nútíma séu við jökuljaðarinn og eigi uppruna sinn við tiltölulega nýleg eldgos í Öræfajökli. Nútími hófst fyrir um 11.500 árum. Skammt austan við jökulinn er bærinn Kvísker. Frá þeim bæ voru bræðurnir Flosi og Sigurður Björnssynir, sem báðir hafa ritað um jökulinn og nýleg hraun við hann í Náttúrufræðinginn, tímarit um náttúrufræði.