Á morgun, 19. september verður kynning á Copernicus áætlun Evrópusambandsins á Grand Hótel í Reykjavík.
Copernicus verkefnið er gríðarlega viðamikið og snýst um vöktun á yfirborði og umhverfi jarðarinnar, með nýjustu gervitunglatækni. Ísland er fullgildur aðili að Copernicus og fær aðgang að þjónustu og upplýsingum um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta svo sem á sviðum sjávar, andrúmslofts, náttúruvár, landnotkunar og loftslagsbreytinga.
Um er að ræða hluta af innleiðingu Copernicus í Evrópu og munu sérfræðingar á vegum Evrópusambandsins sjá um að kynna hina margþættu þjónustu og gögn sem Copernicus hefur fram að færa. Meðal annars munu þrír íslenskir sérfræðingar segja frá hvernig gögn og þjónustur Copernicus hafa nú þegar nýst íslenskum stofnunum.