Landmælingar Íslands 15 ár á Akranesi

Í byrjun ársins 2014 voru fimmtán ár liðin frá því Landmælingar Íslands fluttu starfsemi sína til Akraness. Á þessum fimmtán árum hafi orðið miklar breytingar í starfsemi stofnunarinnar og má þar helst nefna nýjungar og framþróun í stafrænni tækni. Þá hafa lög og hlutverk stofnunarinnar breyst nokkuð en meginhlutverkið er nú að safna, vinna úr, varðveita og miðla landupplýsingum um Ísland.

Með flutningi Landmælinga Íslands til Akraness sköpuðust á þriðja tug nýrra starfa fyrir sérmenntað starfsfólk í bæjarfélaginu og ljóst er að starfsemi stofnunarinnar hefur haft mikil og góð áhrif fyrir samfélagið á Akranesi.

Í tilefni þess að Landmælingar Íslands hafa verið fimmtán ár á Akranesi var haldinn fjölskyldudagur í dag, föstudaginn 31. janúar, þar sem starfsmenn buðu fjölskyldum sínum að koma og skoða stofnunina og eiga skemmtilega stund saman.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fjölskyldudeginum.

 15 ára afmæli LMÍ 018 15 ára afmæli LMÍ 020 15 ára afmæli LMÍ 021 15 ára afmæli LMÍ 02415 ára afmæli LMÍ 037 15 ára afmæli LMÍ 040