Landmælingar Íslands urðu í fimmta sæti í vali á stofnun ársins í flokki minni stofnana og einnig ef miðað er við heildarfjölda og hljóta því sæmdarheitið fyrirmyndarstofnun 2010.
SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu stóð nú í fimmta sinn að þessu vali. Könnun var gerð meðal allra starfsmanna stofnunarinnar óháð því í hvaða stéttarfélagi þeir væru. Ljóst er að sú einkunn sem þeir gefa vinnustað sínum er vitnisburður um góðan starfsanda, starfsmannastefnu og stjórnunar Landmælinga Íslands.
Umferðarstofa og Sýslumaðurinn í á Hvolsvelli hafa verið valdar stofnanir ársins 2010. Umferðarstofa í flokki stærri stofnana þar sem starfsmenn eru 50 eða fleiri en Sýslumaðurinn á Hvolsvelli í smærri stofnunum.
Landmælingar Íslands hafa tekið þátt í þessari könnun frá upphafi og hafa ætíð verið framarlega í flokki. Árið 2006 varð stofnunin í 10 sæti og árið eftir í því 9. Árið 2008 var farið að skipta stofnunum upp í minni og stærri stofnanir og urðu Landmælingar Íslands þá í sjötta sæti í heild og sjötta sæti minni stofnana. Í fyrra varð stofnunin svo í 9. sæti heildarinnar en í því 7. í flokki minni stofnana.