Landmælingar Íslands taka þátt í stærsta landvöktunarverkefni Umhverfisstofnunar Evrópu frá upphafi

Urban Atlas er meðal annarra upplýsinga sem notaðar verða í CLC+ Backbone landflokkun.

 

Urban Atlas er meðal annarra upplýsinga sem notaðar verða í CLC+ Backbone landflokkun.

Umhverfisstofnun Evrópu, EEA annars vegar og hópur 14 evrópskra fyrirtækja og rannsóknarstofnana, þ.m.t. Landmælingar Íslands, frá 11 aðildarríkjum EEA hins vegar, hafa skrifað  undir 10 milljóna evra rammasamning um innleiðingu á nýjum tímamótastaðli í Copernicus landvöktunaráætlun Evrópu.

Hinn nýi staðall nefnist CLC+ Backbone og byggir á arfleifð CORINE landflokkunar og einstakri velgengni þess verkefnis síðustu áratugi. Staðallinn verður nýtt viðmið fyrir eftirlit með landgerðum og landnotkun í Evrópu og munu niðurstöður þessa nýja verkefnis uppfylla margar núverandi og framtíðarþarfir fyrir stefnumótun og  upplýsingamiðlun fyrir umhverfiseftirlit í álfunni. Að auki mun CLC+ Backbone leika  lykilhlutverk í eftirliti með Loftslagssamningi Evrópu, European Green Deal. og styrkja stöðu Evrópu sem leiðandi aðila í heiminum í að takast á við loftslagsbreytingar.

Nánar má lesa um verkefnið í meðfylgjandi fréttatilkynningu.
Fréttatilkynning frá GAF.