Landmælingar Íslands vakta landris á Höfn

Landmælingar Íslands hafa allt frá árinu 1997 rekið sérstaka mælistöð á Höfn sem er hluti af alþjóðlegu mælinganeti. Á þeim stað er nákvæmur mælibúnaður sem vaktar breytingar á landreki og landrisi.  Mælingarnar á þessum stað sýna að land hækkar um fjórtan millimetra á ári eða yfir hálfan metra SH4A9915áfimmtíu árum. Aðalástæða þessa landriss er að jöklarnir á svæðinu eru að bráðna sem dregur úr fargi á landinu.  Í sjónvarpsfréttum RÚV þann 13. mars sl. er fjallað um þessar breytingar og áhrif þeirra á mannvirki á svæðinu. Fréttina er hægt að skoða á vef RÚV á eftirfarandi slóð:

 

http://www.ruv.is/frett/hornafjordur-ris-ur-sae-vegna-jokulbradnunar