Landmælingar Íslands opnuðu í dag Landupplýsingagátt (e: geoportal) í tengslum við nýtt hlutverk sitt er snýr að grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar.
Landupplýsingagáttin er vefsvæði þar sem notendur geta leitað eftir lýsigögnum um landupplýsingar opinberra aðila en um leið tengist hún INSPIRE-verkefni Evrópusambandsins.
Landupplýsingagáttin er nú opin fyrir aðra opinbera aðila til skráningar en hún mun þróast áfram á næstu mánuðum. Opnun á landupplýsingagáttinni er stórt skref í átt að innleiðingu laga um grunngerð fyrir stafrænar upplýsingar á Íslandi.