Þann 22. október var ráðstefnan Landupplýsingar 2008 haldin á vegum LÍSU samtakanna. Starfsmenn Landmælinga Íslands kynntu þar m.a. nokkur verkefni sem unnið er að á stofnuninni um þessar mundir. Kolbeinn Árnason kynnti niðurstöður CORINE landflokkunarinnar (ppt 4,4 mb), Guðmundur Valsson ræddi um hvernig leysa megi aflögun á viðmiðunum og Eydís Líndal Finnbogadóttir og Gunnar H. Kristinsson kynntu innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar (pdf 1,3 mb) á Íslandi.
Hér má lesa sér til um verkefnin: