Ertu í vandræðum með eitthvað á síðu Landmælinga Íslands? Ef svo er þá gætu spurningar og svör hér að neðan hugsanlega leyst vanda þinn.
– Ertu ekki viss um hverju þú átt að hlaða niður af niðurhalssíðunni?
– Hvaða forrit nota ég til að opna gögn af niðurhalssíðu Landmælinga Íslands?
– Hvernig á að opna .shp skrár og bæta WMS þjónustum inn í QGIS?
– Er ætlunin að gera kort á Kortasafni og loftmyndir á Loftmyndasafni aðgengileg og ókeypis í fullri upplausn?
– Er GIS hugbúnaður fáanlegur fyrir PC eða Mac?
– Geta Landmælingar Íslands gefið upp hnit á ákveðnum stöðum, t.d. afmörkuðum loftmyndum?
– Mig vantar upplýsingar um Íslandskort í Garmin GPS tæki. Er nú hægt að fá það hjá ykkur án gjaldtöku?
– Hver sér um aðgengi GPS hnita hjá ykkur (LMÍ)?
– Vegna þess að þið voruð að gera gögnin ykkar gjaldfrjáls, hvernig er best að nálgast gögnin? Er eitthvað sérstakt ferli sem þarf að fara í gegnum til að fá að gefa út efni með kortunum?
Ertu ekki viss um hverju þú átt að hlaða niður af niðurhalssíðunni? Svar: Þú getur farið á Lýsigagnagáttina og skoðaðu gögnin þar áður en þú hleður þeim niður. |
Hvaða forrit nota ég til að opna gögn af niðurhalssíðu Landmælinga Íslands? Svar: Þú getur notað ýmis forrit t.d. QGIS (frítt), GRASS GIS (frítt), qvSIG (frítt), Opticks (frítt), ArcGIS, Microstation og Autodesk. |
Hvernig á að opna .shp skrár og bæta WMS þjónustum inn í QGIS? Svar: Hér eru leiðbeiningar um hvernig .shp skrár eru opnaðar og hér eru leiðbeiningar um hvernig á WMS þjónustu er bætt inn. |
Er ætlunin að gera kort á Kortasafni og loftmyndir á Loftmyndasafni aðgengileg og ókeypis í fullri upplausn? Svar: Loftmyndir og kort LMÍ er hægt að sækja í hárri upplausn. |
Er GIS hugbúnaður fáanlegur fyrir PC eða Mac? Er þetta kannski einungis hugbúnaður fyrir GPS tæki? Svar: GIS hugbúnaður er fáanlegur fyrir allar gerðir tölva en er ekki notaður í GPS-tækjum. QGIS er ókeypis hugbúnaður sem er mikið notaður af almenningi og hægt að sækja á netinu. (sjá hér að ofan tengla í QGIS og annan hugbúnað). |
Geta Landmælingar Íslands gefið upp hnit á ákveðnum stöðum, t.d. afmörkuðum loftmyndum? Ef svo er, hvað myndi það kosta? Svar: Ef þig vantar bara punktana sjálfa geturðu notað t.d. landupplýsingagátt okkar (https://kort.lmi.is) eða kortasjárnar okkar (Kortasjá eða Örnefnasjána) og fengið hnit þar. Það sem þarf að gera er að smella á „XY“ takkann og því næst á staðinn sem þú vilt fá hnit af og þá birtist hnitið (mismunandi eftir kortasjám). Ef þig vantar nákvæmara hnit og t.d. uppréttingu á myndinni þá er það eitthvað sem verkfræði-/teiknistofur gera eða LMÍ geta gert samkvæmt tímagjaldi. |
Hvernig virkar þessi breyting í gjaldfrelsi gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru í dag áskrifendur af IS 50V grunni Landmælinga Íslands? Svar: Stofnanir og fyrirtæki sem eru áskrifendur þurfa ekki að greiða LMÍ neitt héðan í frá nema ef þörf er á sérþjónustu. |
Mig vantar upplýsingar um Íslandskort í Garmin GPS tæki. Er nú hægt að fá það hjá ykkur án gjaldtöku? Svar: Íslandskort í Garmin tæki er vara þróuð hjá Samsýn og seld hjá Garmin á Íslandi. Kortið er afurð unnin úr grunngögnum LMÍ. Í mörg GPS tæki er þó hægt að nota vektorgögn á GPX formati en þá er hægt að hala niður gögnum frá LMÍ á t.d. SHP formati og breyta þeim yfir í GPX format. Mælt er þó með að ekki sé verið að breyta öllu landinu í einu, heldur aðeins hluta þess. |
Hver sér um aðgengi GPS hnita hjá ykkur (LMÍ)? Svar: Landmælingar Íslands geyma hnit frá 11 jarðstöðvum og er þeim safnað í rauntíma á einnar sekúndu fresti. Aðgengi að þeim er í gegnum GnWeb kerfið og eru gögnin á RINEX skráarformi. GPS-hnit á fastmerkjum er að finna í skýrslum um grunnstöðvarnetið og í skýrslu um landshæðakerfið en þar eru hnit á um 3500 fastmerkjum. Hér má einnig finna upplýsingar um geóíðuna (lágflötinn). Þjóðskrá Íslands er með hnit af eignarjörðum og upplýsingar um þær. |
Vegna þess að þið voruð að gera gögnin ykkar gjaldfrjáls, hvernig er best að nálgast gögnin? Er eitthvað sérstakt ferli sem þarf að fara í gegnum til að fá að gefa út efni með kortunum? Svar: Hvar þú sækir gögnin fer allt eftir því hvernig gögn þú ert að spá í.Ef þú vilt búa til einfalt kort til að birta á vefnum þínum er líklega einfaldast að fara í landupplýsingagátt okkar (https://kort.lmi.is) og búa til kortið þar. Ef þú ætlar að búa til kort alveg frá grunni þarftu að ná þér í GIS hugbúnað (sjá hér að ofan) og fara svo á niðurhalsþjónustuna og samþykkja skilmála og gefa upp nafn og netfang. |