Nýverið stóðu Landmælingar Íslands fyrir könnun á stöðu landupplýsinga meðal opinberra stofnanna og opinberra fyrirtækja sem talið var að hefðu landupplýsingar meðal gagna sinna. 423 gagnasett voru talin upp í könnuninni og hér fyrir neðan er listi yfir gagnasettin.
Tilgangurinn með könnuninni var meðal annars að fá upplýsingar um fjölda opinberra gagnasetta ásamt því að fá stöðu á skráningu lýsigagna og upplýsingar um miðlun gagnanna. Gagnasettin sem koma fram teljast hluti af íslenskri grunngerð landupplýsinga. Mikilvægt er að lýsigögn um þessi gögn liggi fyrir og séu skráð í Lýsigagnagátt svo að hagsmunaaðilar viti hvar er hægt að nálgast þau og geti nýtt sér þau. Í langflestum tilfellum er um að ræða opinber gögn sem ætti að miðla á aðgengilegan hátt, annars vegar í gegnum skoðunarþjónustu, s.s. Landupplýsingagátt, og hins vegar í gegnum niðurhalsþjónustu. Í lýsigögn eru meðal annars skráðar upplýsingar um skilmála vegna notkunar og dreifingar eða miðlunar.
Aðilar að grunngerðinni eru hvattir til að skoða listann og skrá eða uppfæra lýsigögn í Lýsigagnagáttinni. Leiðbeiningar um skráningu lýsigagna er að finna HÉR.
Skýringar á dálkum í listanum: WMS - Skoðunarþjónusta WFS - Niðurhalsþjónusta 0 = upplýsingar liggja ekki fyrir
[gview file=“https://www-gamli.lmi.is/wp-content/uploads/2018/08/broskallar_2018_vef.xlsx“]