Mælt fyrir frumvarpi um grunngerð landupplýsinga

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um grunngerð landupplýsinga á Alþingi síðastliðinn föstudag. Markmið frumvarpsins er að samræma framsetningu landupplýsinga frá hinum ýmsu aðilum, t.d. sveitarfélögum og ríki og viðhalda upplýsingunum í þeim tilgangi að tryggja aðgengi almennings og yfirvalda að þeim. Með því verður meðal annars tryggt að sömu gagnanna verði ekki aflað margsinnis á vegum hins opinbera. Sjá nánar á vef umhverfisráðuneytisins

Leave a comment