Á undanförnum árum hafa Landmælingar Íslands tekið þátt í grunngerðarverkefni sem unnið er í Portúgal og styrkt af þróunarsjóði EFTA. Verkefnið sem kallast SNIMar snýst um að safna saman gögnum sem snúa að hafsvæðum og lífríki sjávar. Hafsvæði heimsins eru mjög stór og lítið er um þau vitað, því er mikilvægt að samnýta þau gögn sem til eru og veita aðgengi að þeim á auðveldan hátt. Gögnin eru stöðluð og gerð aðgengileg í landupplýsingagátt og nýtast þannig við rannsóknir og mat á umhverfisáhrifum. SNIMAR verkefnið hefur einnig lagt áherslu á að draga athygli að hafinu og þeim fyrirbærum sem þar eru.
Á vegum SNIMar hafa verið gefnar út stuttar teiknimyndir sem tengjast ýmsum sjávarfyrirbærum og áherslum á sviðum verkefnisins. Hlekki á myndböndin má sjá hér fyrir neðan:
https://youtu.be/sTmqBEmZ23Q Hvernig verða Nazare, með hæstu öldum heims til.
https://youtu.be/ukPKJClwHhc Hafið, endalaus uppspretta hreinar orku.
https://youtu.be/Xlw3px9Bqq8 Hafið, stóra bláa lungað.
https://youtu.be/heJ9q9bKfpE Sardínur og uppstreymi sjávar.
https://youtu.be/ir4n458MV9k Jarðhitauppstreymi neðansjávar – Uppruni lífs eða leyndarmála?