Fundur forstjóra norrænna korta- og fasteignastofnana er haldinn í Reykjavík í dag. Á fundinum er farið yfir ýmis samstarfsverkefni og verkefni vinnuhópa s.s. EuroGeographics, Arctic SDI og INSPIRE.
Landmælingar Íslands og Þjóðskrá Íslands boða sameiginlega til fundarins sem einnig er undirbúningsfundur fyrir stærri fund norrænna kortastofnana sem haldinn verður í Noregi í ágúst 2012.