Norrænn fundur um staðla á sviði landupplýsinga.

     Landmælingar Íslands taka þátt í samstarfi Norðurlandaþjóðanna þar sem fjallað eru um þróun evrópskra tæknistaðlar á sviði landupplýsinga og ISO TC 211. Verkefni hópsins tengjast einnig á einn eða annan hátt INSPIRE verkefninu, enda byggir það verkefni á samræmdum      aðferðum og stöðlum. Landmælingar Íslands eru einnig virkir þátttakendur samstarfi Norðurlandaþjóðanna sem tengist INSPIRE en stofnunin sér um innleiðinguna hér á landi.

14. og 15. maí fór fram samstarfsfundur norræna staðlahópsins og fór hann í þetta skipti fram hér á landi. Á fundinum voru 15 aðilar frá ýmsum skandinavískum stofnunum sem tengjast staðla verkefnum. Fundurinn var áhugaverður en mikil aukning á notkun landupplýsinga hefur kallað á auknar áherslur í gerð staðla á því sviði hvort sem er innan ISO, CEN, OGC, IHO eða W3C svo einhverjir séu nefndir.  

    Meðfylgjandi mynd var tekin af fundarmönnum norræna staðlahópsins í hinu hefðbundna vor veðri á Íslandi sól og vindi.