Dagana 16. – 17. september heldur norrænn vinnuhópur um INSPIRE fund á Íslandi. Landmælingar Íslands, sem sjá um innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar á Íslandi, boða til fundarins að þessu sinni. Auk íslensku fundarmannanna eru þátttakendur frá 11 korta- og fasteignastofnunum, í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þá taka fulltrúar ráðuneyta, sem sjá um innleiðingu tilskipunarinnar á Íslandi, Noregi og Svíþjóð, einnig þátt í fundinum. Hópurinn mun fara yfir stöðu innleiðingar INSPIRE á Norðurlöndum, einnig verða ræddar leiðir til að leysa ýmis verkefni sem liggja fyrir í tengslum við þessa umfangsmiklu tilskipun.