Ný fitjuskrá hefur bæst við röð fitjuskráa sem eru aðgengilegar hér á heimasíðu LMÍ. Um er að ræða fitjuskrá um vistgerðir og hefur Náttúrufræðistofnun Íslands haft umsjón með efnisinnihaldinu. Eftirfarandi texti er tekin úr fitjuskránni: „Á síðustu árum hefur Náttúrufræðistofnun Íslands unnið að flokkun vistgerða. Alls hafa verið ákvarðaðar 24 vistgerðir á hálendi Íslands og vinna er hafin við flokkun vistgerða á láglendi. Skilgreiningar á vistgerðum miðast við þessa vinnu sem er ekki lokið. Búast má við að vistgerðum fjölgi með frekari rannsóknum á láglendi Íslands og því verður þessi flokkur uppfærður reglulega.“ Landmælingar Íslands hafa umsjón með útgáfu fitjuskráa á heimasíðunni.