Ný geoíða fyrir Ísland

Í desember 2011 var ný geóðía reiknuð fyrir Ísland í samstarfi við DTU Space í Danmörku. Megin tilgangur þessara útreikninga var að reikna nýja og nákvæmari geóíðu af Íslandi og tengja hana við Landshæðarkerfi Íslands ISH2004.

Við útreikninganna voru notuð þyngdargögn sem mæld voru á árunum 1968-1973 og árið 1985 af Orkustofnun og DMA (Defence Mapping Agency), Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sem mæld voru á árunum 1988-2004 og frá Landmælingum Íslands frá árunum 2000-2011. Þá var notað hæðarlíkan af Íslandi frá IS 50V og ísþykktargögn af helstu jöklum Íslands frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Einnig var notast við alþjóðlegt þyngdarlíkan sem blandað var úr tveim alþjóðlegum líkönum EGM2008 og nýjasta líkaninu frá GOCE gervitunglinu. Útreikningarnir voru gerðir í tveim skrefum. Í fyrsta skrefinu er geóíðan reiknuð í alþjóðlegri viðmiðun og í seinna skrefinu er geóíðan löguð að hæðarkerfinu með geóíðufrávikum frá rúmlega 300 GPS-mældum punktum í hæðarnetinu í viðmiðun ISN2004. Geóíðufrávik er mismunurinn á milli hæðarinnar í landshæðarkerfinu ISH2004 og sporvöluhæðar yfir sporvölu GRS80. Frávikið á Íslandi er á bilinu 63m til 68m (sjá mynd 1). Geóíðan spannar 26°V til 12°V í lengd og 62.5°N til 67.5°N í breidd. Minnsta frávikið úti á sjó er um 59.4m.


Mynd 1

Niðurstöðunar voru í samræmi við það sem vænta mátti út frá þeim gögnum sem notuð voru við útreikningana. Staðalfrávikið var 1.7 cm þegar niðurstöðunar eru bornar saman við GPS mælingarnar í punktunum í landshæðarnetinu. Stærstu frávikin eru -5.1 cm og 4.0 cm (sjá mynd 2).


Mynd 2

Til samanburðar var staðalfrávikið 4.6 cm í eldra geóíðulíkaninu af Íslandi NKG96 með stærstu frávik -14.9 cm og 8.8 cm. Þegar geóíðunar eru bornar saman sést að mesti munurinn er í kringum jöklanna og á Vestfjörðum og nokkrar breytingar eru á norðausturhorni landsins. Frávikin á landi eru um -25 cm til 17 cm (sjá mynd 3).

 


Mynd 3

Möguleiki er að bæta líkanið með því að endurvinna GPS mælingarnar í Bernese 5.2 úrvinnsluforritinu eða endurmæla þá punkta þar sem grunur liggur á að mælingarnar séu ekki nógu góðar. Þá er hægt að aðlaga geóíðulíkanið á svæðum þar sem mælingar eru ekki til í dag og þar með endurbæta líkanið þegar nýjar mælingar liggja fyrir. Nýjar útgáfur af geóíðunar verða gefnar út á heimasíðu Landmælinga Íslands.

Hér er hægt aðrá sækja ASCII sk með geóíðulíkaninu ice_geoid_2011v1.gri og forritið grid_int_fo. Með grid_int_fo forritinu er hægt að reikna geóíðufrávikið með því að hlaða geóíðuskránni inn í forritið og slá inn hnitin á þeim punkti sem reikna á frávikið fyrir í baughnitum. Gæta verður að setja – gildi í alla glugga fyrir lengdargildið þar sem Ísland er á vestlægri lengd. Þá hefur nýja geóíðulíkanið verið sett í Cocodati.