Ný kortasjá LMÍ

Ný kortasjá hefur verið tekin í notkun hjá Landmælingum Íslands. Kortasjáin kemur í stað eldri kortasjá stofnunarinnar, en þær hafa nú verið sameinaðar í eina.

Í kortasjánni er meðal annars hægt að velja kort með örnefnum, loftmyndir, atlaskort eða AMS kort.  Þá er þar að finna sveitarfélagakort með upplýsingum um stærð sveitarfélaga og íbúarfjölda, þekju með CORINE landflokkun sem sýnir til dæmis mólendi eða mýrlendi og gamlar ljósmyndir danskra landmælingamanna sem og gamlar bæjarteikningar.

Kortasjá Landmælinga Íslands hefur verið í smíðum um nokkurt skeið en áfram verður unnið að því að þróa hana og bæta. Allar ábendingar og athugasemdir eru því vel þegnar á netfangið lmi@lmi.is

Á næstunni verða settar inn ítarlega leiðbeiningar. Til að skoða kortasjá LMÍ þarftu að smella hér.