Ný útgáfa IS 50V

Gagnagrunnurinn IS 50V er nú kominn út í útgáfu 2.3. IS 50V er helsti gagnagrunnur Landmælinga Íslands og er hann notaður í fjöldamörgum verkefnum og söluvörum fyrirtækja á markaði og má þar nefna ja.is, Garmin leiðsögutæki og Íslandsatlas Eddu.

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á grunninum frá síðustu útgáfu og má þar m.a. nefna fjölgun örnefna, vegaslóða á hálendi Íslands, uppfærslu á jöklum og jökulám og nýja strandlínu. Nánari upplýsingar um breytingarnar má finna í PDF skjali um útgáfuna (1,3 mb).

Með útgáfunni fylgir einnig IS 50X sem í er skógalag og nýtt skurðalag. Einnig fylgir CORINE-landgerðaflokkunin sem gefin var út 2009.

Gagnagrunnurinn verður á næstu dögum sendur til áskrifenda IS 50V sem eru að nálgast hundraðið.

Leave a comment