Ný vefsjá Ferðamálastofu

Vefsjá Ferðamálastofu

Í frétt sem Ferðamálastofa birti á vef sínum 9. júlí síðastliðinn kemur fram að stofnunin hafi birt gögn sem söfnuðust í hinu viðamikla verkefni „Kortlagning auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu.“  Um er að ræða metnaðarfullt verkefni sem nýtist við þróun og uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu, bæði opinberum stofnunum sem og einkaaðilum. Í verkefninu eru kortlagðir staðir þar sem upplifa má staðbundna og sérstaka eiginleika í náttúrufari eða menningu. Þessa staði má sjá í vefsjá, þar sem einnig er að finna upplýsingar um viðkomandi staði. Vefsjáin byggir meðal annars á gögnum Landmælinga Íslands, þá hafa sérfræðingar stofnunarinnar setið í stýrihópi verkefnisins og veitt ráðgjöf.

Myndin hér að ofan sýnir vefsjána.