Nú er liðið u.þ.b. hálft ár síðan ÍslandsDEM hæðarlíkan LMÍ var gefið út. Hæðarlíkanið hefur verið mjög vinsælt og notað af mörgum enda er nákvæmni þess slík að það hentar í mörg verkefni.
Hægt er að skoða hæðarlíkanið og hlaða því niður á http://atlas.lmi.is/mapview/?application=DEM og er þá smellt á Gögn – Sækja gögn, smelltu á reit.
Nýlega var bætt við hæðarlíkani í ISN93 hnitakerfinu og að auki 10 og 20 metra útgáfur af hæðarlíkaninu og er þá hægt að hlaða öllu landinu niður í einni skrá. Slíkt hæðarlíkan er hentugt fyrir þá sem ekki þurfa mestu nákvæmni, t.d. í kortagert í litlum mælikvörðum eða sem undirlag til að búa til hæðarskyggingu. Til að jafna álag á vefþjóna stofnunarinnar getur þetta niðurhal tekið nokkurn tíma.
Hér að neðan má sjá hvernig hægt er að búa til 20 metra hæðarlínur til nota í kortagerð. Með þessari aðferð verður ekki til hæðarlínuþekja heldur einungis línur sem draga fram landslagið. Ekki er verra að smella á „Full Screen“ til að sjá hvað fer fram á myndbandinu.