Nýr umhverfisráðherra í heimsókn

Þann 8. júní kom Svandís Svavarsdóttir nýskipaður umhverfisráðherra í heimsókn til Landmælinga Íslands og kynnti sér starfsemi stofnunarinnar. Ráðherra átti fund með Magnúsi Guðmundssyni forstjóra Landmælinga Íslands, heilsaði upp á starfsmenn og kynnti sér þau verkefni sem unnin eru á stofnuninni. 

 Umhverfisráðherra hefur heimsótt aðrar stofnanir umhverfisráðuneytisins á undanförnum dögum. Hún hefur nýtt heimsóknirnar til að ræða við starfsfólk um þau verk sem unnið er að og framtíðarhorfur. Umhverfisráðherra hefur meðal annars lagt á það áherslu við starfsfólk stofnananna að í umhverfismálum verði að efla samskipti við almenning og auka þátttöku allra þeirra sem láta sig málaflokkinn varða.

Stofnanir umhverfisráðuneytisins eru tólf talsins og í þeim starfa um 500 manns. Stofnanirnar gegna lykilhlutverki í framkvæmd einstakra málaflokka og eru í raun framkvæmdaarmur ráðuneytisins. Náið samstarf er milli ráðuneytisins og stofnana þess, m.a. eru haldnir reglulegir samráðsfundir.

Á myndinni eru frá vinstri:

Þórunn Elva Sæmundsdóttir ritari umhverfisráðherra, Guðný Ingadóttir ritari ráðuneytisstjóra, Hafdís Gísladóttir aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands, Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis, Sigrún Edda Árnadóttir starfsmaður Landmælinga Íslands og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.

 

 Smelltu á myndina til að fá stærri mynd.

 

 

Leave a comment