Í dag föstudaginn 11. maí 2012 opnaði nýr vefur Landmælinga Íslands. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að uppbyggingu vefsins og hefur sú vinna að metu leyti verið í höndum starfsmanna stofnunarinnar. Til að ljúka verkefninu var samið við hugbúnaðarfyrirtækið Cloud Engineerig sem sérhæfir sig í upplýsingatækni og vinnur meðal annars að vefhönnun með hugbúnaðinum Word Press, sem Landmælingar Íslands hafa valið fyrir vefinn. Word Press er opinn hugbúnaður sem hefur hlotið mikla útbreiðslu um allan heim og býður hann upp á mikinn sveigjanleika, tengsl við samfélagsmiðla og er auðveldur í notkun.