Nýtt skipurit Landmælinga Íslands

Þann 1. nóvember síðastliðinn gekk nýtt skipurit Landmælinga Íslands í gildi. Skipuritið var unnið í framhaldi af niðurstöðum úr vinnu starfsmanna á starfsdegi utan stofnunar í september og kynnt á starfsmannafundi 29. október. Í skipuritinu eru skilgreindir helstu málaflokkar Landmælinga Íslands sem endurspegla hlutverk og grunnverkefni stofnunarinnar.

Með nýju skipiriti er ætlunin að gera skipuritið skilvirkara en áður. Málaflokkum er stjórnað af fagstjórum og í framkvæmdastjórn sitja forstjóri og forstöðumaður. Lögð er áhersla á samvinnu þar sem fagstjórar vinna náið að verkefnum hver með öðrum og hvert fagsvið er ekki afmörkuð eining heldur hluti af heildinni.