Nýtt útlit á vef LMÍ

Eins og sjá má hefur heimasíða Landmælinga Íslands fengið nýtt útlit. Markmiðið með breytingunum er að gera síðuna einfaldari og aðgengilegri fyrir þá sem heimsækja hana og fyrir notendur gagna. Það er von umsjónarmanna síðunnar að einföldun hennar verði til þess að notendur verði fljótari að finna það sem leitað er að, en allar ábendingar um það sem betur má fara eru vel þegnar.