Írskir vetrardagar hefjast á Akranesi í dag 14. mars. Meðal dagskrárliða er örnefna- og söguganga sem Eydís L. Finnbogadóttir, Guðni Hannesson og Rannveig L. Benediktsdóttir starfsmenn Landmælinga Íslands mun leiða. Gangan, sem verður á morgun fimmtudaginn 15. mars kl. 17:30, hefst á Akratorgi og genginn verður um tveggja km hringur á Neðri-Skaga. Gert er ráð fyrir að gangan taki um eina og hálfa klukkustund.
Á vef Akraneskaupstaðar má sjá aðra dagskrárliði Írskra vetrardaga.