Starfsdagar utan stofnunar

Nýlega hélt starfsfólk Landmælinga Íslands starfsdaga utan stofnunar og heimsótti af því tilefni Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Á starfsdögum fór fram undirbúningsvinna vegna nýrrar stefnumótunar sem nú er í smíðum. Unnið var í vinnuhópum og áhersla lögð á umræður um innviði og verkefni stofnunarinnar. Þá var haldinn sameiginlegur fundur starfsfólks Landmælinga og Landgræðslunnar þar sem fram… Continue reading Starfsdagar utan stofnunar

Published
Categorized as Fréttir

Undirritun samnings um rafræna skilalausn

Landmælingar Íslands hafa um árabil notað rafræna skjalavistunarkerfið GoPro til að skrá og halda utan um skjöl og upplýsingar stofnunarinnar auk þess að nýta hugbúnaðinn í verkefnisstjórnun. Samkvæmt lögum ber opinberum stofnunum og ráðuneytum að afhenda öll skjöl til Þjóðskjalasafns Íslands og hefur fram til þessa þurft að prenta þau á pappír. Til þess að… Continue reading Undirritun samnings um rafræna skilalausn

Fréttabréfið Kvarðinn er komið út

Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2015 er komið út. Að þessu sinni er m. a. sagt frá niðurstöðum CORINE-flokkunar hjá Landmælingum Íslands en þar kemur m.a. fram að jöklar minnkuðu um 267km2  milli árana 2006 og 2012. Sagt er frá færslum í landshæðarkerfi vegna eldsumbrota í Holuhrauni, könnun á stöðu landupplýsinga hjá stofnunum og… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn er komið út

Published
Categorized as Fréttir

Hreyfði Holuhraun við Íslandi?

Sumarið 2014 fóru fram GNSS mælingar yfir Sprengisand á 34 fastmerkjum í Landshæðarkerfinu. Slíkar mælingar eru þáttur í vöktun á Landshæðarkerfinu þar sem fylgst er með færslum í hæð og legu valinna fastmerkja á 6-8 km millibili. Þessi fastmerki voru síðast mæld haustið 2003. Skömmu eftir að mælingum lauk á Sprengisandi hófust eldsumbrot í Holuhrauni.… Continue reading Hreyfði Holuhraun við Íslandi?

Published
Categorized as Fréttir

eENVplus vinnufundur

Um miðjan september var haldinn fundur í tengslum við verkefnið eENVplus sem Landmælingar Íslands eru þátttakendur í. Hlutverk eENVplus verkefnisins er að samþætta umhverfisupplýsingar frá stofnunum á sviði umhverfismála og gera þær aðgengilegar. Fundurinn var haldinn í Ljubljana í Sloveníu og var tilgangur hans að ræða stöðu verkefninsins og taka saman upplýsingar um það hvaða… Continue reading eENVplus vinnufundur

Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2015

Dagur íslenskar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið hvatt til þess að  einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagssamtök hafi daginn í huga í starfsemi sinni. Í tilefni dagsins, miðvikudaginn 16. september næstkomandi, munu Landmælingar Íslands og Akraneskaupstaður taka höndum saman og bjóða til fræðslu- og örnefnagöngu.  Gengið verður… Continue reading Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2015

Published
Categorized as Fréttir

Nýr vettvangur fyrir grunngerðarþemu

Fyrir stuttu var opnaður vettvangur fyrir sérfræðinga og leikmenn sem koma að eða hafa áhuga á uppbyggingu grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi. Um er að ræða þemuklasa innan grunngerðar landupplýsinga og er tilgangur þeirra að halda utan um umræður og þekkingu á skyldum landupplýsingaþemum (INSPIRE þemum), en grunngerðarlögin, sem sett voru í kjölfar INSPIRE… Continue reading Nýr vettvangur fyrir grunngerðarþemu

Samstarf norrænna kortastofnana styrkt

Forstjórar norrænna kortastofnana.

Norrænt samstarf á sviði korta- og landupplýsinga er mjög mikilvægur faglegur vettvangur til að afla og miðla þekkingu á sérhæfðu sviði. Árið 1992 var fyrst undirritaður samningur norrænna kortastofnana um slíkt samstarf og árlega hafa stjórnendur stofnananna hist til að marka stefnuna og taka stöðuna í þeim fjölmörgu verkefnum sem stofnanirnar vinna í sameiningu að.  Þann… Continue reading Samstarf norrænna kortastofnana styrkt

Published
Categorized as Fréttir

Fundur Sameinuðu þjóðanna um aukna notkun tölfræði- og landupplýsinga

Dagana 4. – 7. ágúst 2015 var haldinn í New York, fundur á vegum Sameinuðu þjóðanna  um alþjóðlegt samstarf til að auka og bæta notkun landupplýsinga og tölfræðiupplýsinga. Þetta er í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn en samstarf á þessu sviði og nafn nýrrar skrifstofu samstarfsins er UN-GGIM (United Nations initiative on Global… Continue reading Fundur Sameinuðu þjóðanna um aukna notkun tölfræði- og landupplýsinga

Published
Categorized as Fréttir

Niðurstöður nýjustu CORINE-landflokkunar

Breytingar á landgerðum og landnotkun á Íslandi 2006 – 2012 kortlagðar með rauðum lit. Helstu breytingarnar eru þær að jöklar minnka og jökulár breyta um farvegi. Einnig þenst þéttbýlið út (einkum á suð-vesturhorninu) og sumarbústaðalönd og skógræktarsvæði stækka. Áberandi breyting á landnotkun verður einnig með tilkomu Hálslóns norðan Vatnajökuls sem er yfir 60 km2 að stærð.

Breytingar á landgerðum og landnotkun á Íslandi 2006 – 2012 Niðurstöður CORINE-flokkunar hjá Landmælingum Íslands  CORINE-flokkunin CORINE (CORINE: Coordination of Information on the Environment, eða á íslensku: Samræming Umhverfisupplýsinga) er samevrópskt landflokkunarverkefni sem felur í sér kortlagningu á landgerðum og landnotkun í Evrópu með gervitunglamyndum. Flokkunin er endurtekin eða uppfærð á nokkurra ára fresti samkvæmt… Continue reading Niðurstöður nýjustu CORINE-landflokkunar

Published
Categorized as Fréttir