Ný vefsjá Ferðamálastofu

Vefsjá Ferðamálastofu

Í frétt sem Ferðamálastofa birti á vef sínum 9. júlí síðastliðinn kemur fram að stofnunin hafi birt gögn sem söfnuðust í hinu viðamikla verkefni „Kortlagning auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu.“  Um er að ræða metnaðarfullt verkefni sem nýtist við þróun og uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu, bæði opinberum stofnunum sem og einkaaðilum. Í verkefninu eru kortlagðir staðir þar sem… Continue reading Ný vefsjá Ferðamálastofu

Published
Categorized as Fréttir

Skýrslur INSPIRE vinnuhópa birtar 

Skýrslur vinnuhópa vegna innleiðingar INSPIRE verkefnisins um stafrænar landupplýsingar hafa nú verið gerðar aðgengilegar á vef Landmælinga Íslands. Tilskipun Evrópusambandsins um notkun og miðlun stafrænna landupplýsinga (INSPIRE) lýtur að því að samræma og samnýta opinberar landupplýsingar, einkum í þágu umhverfismála. Ísland innleiddi tilskipunina árið 2011 vegna aðildar sinnar að Evrópska efnahagssvæðinu. Árið 2014 var sett… Continue reading Skýrslur INSPIRE vinnuhópa birtar 

INSPIRE leiðbeiningar

Innleiðingu INSPIRE-tilskipunarinnar á Íslandi miðar hægt áfram, en örugglega. Henni til aðstoðar hafa sérfræðihópar innan Evrópusambandsins skrifað mikið af „Guidelines“ eða leiðbeiningum. Þær fjalla um hvernig landupplýsingar opinberra aðila skulu vera gerðar aðgengilegar og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra. Svokallaður MIG-T hópur (Maintenance and Implementation Group – Technical) hefur unnið að gerð vefsíðu, Toolkit v1.1.… Continue reading INSPIRE leiðbeiningar

Nýtt gervitungl til kortagerðar

Aðfaranótt 23. júní 2015 var nýju gervitungli á vegum ESA (Europian Space Agenvy) skotið á loft. Gervitunglið sem kallast Sentinel-2  er fjarkönnunartungl og mun það gegna lykilhlutverki við kortagerð af landi og gróðri, sem hluti af Copernicusaráætlun Evrópusambandsins. Ísland er aðili að Copernicusáætluninni og eru Landmælingar Íslands aðaltengiliðir við verkefnið hér á landi. Sentinel-2 er… Continue reading Nýtt gervitungl til kortagerðar

Published
Categorized as Fréttir

Jarðstöðvakefi Landmælinga þétt með nýrri stöð

Í byrjun júní bættist ný mælistöð við jarðstöðvakerfi Landmælinga Íslands, en nýja stöðin er staðsett í landi Skarðshamra í Norðurárdal í Borgarfirði. Jarðstöðvar í kerfi Landmælinga Íslands eru þá orðnar 15 alls og nýtast við margvísleg verkefni þar sem þörf er á nákvæmum staðarákvörðunum t.d. á sviði rannsókna á náttúrunni, á sviði vöktunar á hreyfingum… Continue reading Jarðstöðvakefi Landmælinga þétt með nýrri stöð

Ný uppfærsla á IS 50V gögnum

Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa fjögurra gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum, samgöngum og hæðargögnum. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu, þar sem mikil og stöðug vinna fer fram við hnitsetningu. Skráning örnefna hefur aðallega farið fram á svæðum… Continue reading Ný uppfærsla á IS 50V gögnum

Published
Categorized as Fréttir

Farsælt samstarf um kortagrunn af norðurslóðum

Eitt af markmiðum Arctic SDI verkefnisins (Artic Spatial Data Infrastructure)  er að koma á laggirnar samræmdum stafrænum kortagrunni af norðurskautssvæðinu, sem þekur um 1/6 af yfirborði jarðarinnar. Gert er ráð fyrir að kortagrunnurinn verði aðgengilegur á netinu fyrir alla sem á þurfa að halda. Arctic SDI  verkefnið á sér nokkra sögu en því var ýtt úr… Continue reading Farsælt samstarf um kortagrunn af norðurslóðum

Nýr framkvæmdastjóri EuroGeographics

Mick Cory, frá kortastofnun Norður Írlands, hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri EuroGeographics. Mick tekur við  starfinu þann 1. september næstkomandi af Dave Lovell sem hefur hefur gengt starfinu frá árinu 2007. EuroGeographics eru samtök korta- og fasteignastofnana í Evrópu. Í samtökunum eru 50 stofnanir frá 43 löndum og eru þau faglegur vettvangur korta- og fasteignastofnana… Continue reading Nýr framkvæmdastjóri EuroGeographics

Örnefni á Íslandi

Nýtt íslenskuátak er hafið á mjólkurfernum MS og snýst átakið um örnefni, sögu þeirra og uppruna. Átakið er unnið í samvinnu MS og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, sem vona að það veki áhuga landsmanna á uppruna örnefna og jafnvel löngun fólks á að ferðast um landið og kynna sér nýja og áhugaverða áfangastaði… Continue reading Örnefni á Íslandi

Published
Categorized as Fréttir

Myndbönd og glærur frá ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga

Nú eru myndbönd og glærur frá ráðstefnunni um grunngerð landupplýsinga, „Á réttri leið“? sem haldin var 30. apríl síðastliðinn, komnar á vef Landmælinga Íslands. Mikið er þarna af áhugaverðu efni og eru allir sem vinna með opinber landupplýsingagögn hvattir til að kynna sér efnið. Myndböndin og glærurnar má einnig sjá undir „Útgefið efni“ á heimasíðu… Continue reading Myndbönd og glærur frá ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga

Published
Categorized as Fréttir