Sameinuðu þjóðirnar samþykktu þann 26. febrúar síðastliðinn ályktun um mikilvægi landmælinga og hnattrænna landmælingakerfa í nútímasamfélagi. Ályktunin undirstrikar mikilvægi alþjóðasamvinnu við að koma upp hnattrænu landmælingakerfi og mikilvægi fjarkönnunar og mælinga á jörðu niðri. Mælingar í hnattrænu landmælingakerfi styðja við stefnumótun í sjálfbærri þróun, vöktun á loftslagsbreytingum og hamfarastjórnun auk þess að hafa víðtækt notagildi… Continue reading Sameinuðu þjóðirnar samþykkja ályktun um mikilvægi hnattræns landmælingakerfis fyrir sjálfbæra þróun
Er Ísland að stækka eða minnka ?
Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur mikið verið rætt um nýjar mælingar á flatarmáli og strandlínu Íslands. Því miður hefur umfjöllunin einkennst af nokkrum rangfærslum og misskilningi sem rétt er að leiðrétta. Fyrir það fyrsta þá hefur því verið haldið fram að samkvæmt upplýsingum Landmælinga Íslands sé flatarmál landsins 103.000 km2. Sú tala er einungis námundun… Continue reading Er Ísland að stækka eða minnka ?
Frumvarp til breytinga á lögum um landmælingar og grunnkortagerð lagt fram á Alþingi
Þann 22. febrúar síðastliðinn var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um landmælingar og grunnkortagerð. Í frumvarpinu er lagt til að Landmælingar Íslands sjái til þess að komið verði upp landupplýsingagrunni, honum viðhaldið og miðlað í þeirra nákvæmni sem þörf er á hverju sinni en ekki eingögnu bundið við 1:50.000 eins og nú er.… Continue reading Frumvarp til breytinga á lögum um landmælingar og grunnkortagerð lagt fram á Alþingi
Flokkaskipting INSPIRE þema og þátttaka sérfræðinga
Innan INSPIRE verkefnis Evrópusambandsins hefur verið unnið að samantekt þema í stærri flokka. 34 þemu INSPIRE tilskipunarinnar hafa þannig verið sett saman í 9 flokka og er ætlunin að fjalla um uppfærslur þessara þema og samtengingu þeirra með aðstoð sérfræðinga. Útbúin hefur verið sérstök heimasíða fyrir samstarfið https://themes.jrc.ec.europa.eu/ þar sem þeir sem vinna að innleiðingu… Continue reading Flokkaskipting INSPIRE þema og þátttaka sérfræðinga
Landsat 8 mósaik af Íslandi byggt á gervitunglamyndum frá 2013 og 2014
Nýjasta Landsat gervitunglið, nr. 8, er í umsjá Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar og NASA. Því var skotið á loft nýlega eða 11. febrúar 2013 og hefur þegar sent til jarðar verulegt magn mynda, meðal annars af Íslandi. Þótt skýjahula hafi verið ríkjandi yfir landinu síðustu tvö sumur hefur engu að síður tekist að afla ágætra mynda með… Continue reading Landsat 8 mósaik af Íslandi byggt á gervitunglamyndum frá 2013 og 2014
Fréttabréfið Kvarðinn er komið út
Fyrsta tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2015 er komið út. Að þessu sinni er meðal annars sagt frá aðlögun Landmælinga Íslands að Grænum skrefum í ríkisrekstri, hæðargögnum, nýrri uppfærslu á IS 50V og heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra. Kvarðinn er gefinn út á rafrænu formi og hægt er að nálgast blaðið með því að… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn er komið út
Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra
Sigrún Magnúsdóttir, sem tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra í byrjun árs, heimsótti Landmælingar Íslands í dag 16. janúar. Með henni í för voru ráðuneytisstjóri og fleiri úr starfsliði ráðuneytisins. Sigrún átti fund með stjórnendum stofnunarinnar þar sem hún fékk kynningu á starfseminni og þar sem rædd voru framtíðaráform og áherslur á næstu árum. Þá heilsaði… Continue reading Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra
Markmiði um skráningu lýsigagna fyrir árið 2014 náð
Nú eru liðin þrjú ár síðan Landupplýsingagáttin var opnuð og tímabært að skoða hvaða þróun hefur átt sér stað á skráningu lýsigagna. Fljótlega eftir að gáttin var opnuð, árið 2012, héldu Landmælingar Íslandsnámskeið um skráningu lýsigagna. Í framhaldi voru 50 gagnasett skráð en þeim fækkaði á árinu 2013 um tæplega 20 og mikil hreyfing var… Continue reading Markmiði um skráningu lýsigagna fyrir árið 2014 náð
Jólakveðja
Landmælingar Íslands senda landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár.
Ný uppfærsla á IS 50V gögnum
Eitt af hlutverkum Landmælinga Íslands er að sjá til þess að ávallt séu til staðar aðgengilegar og traustar landupplýsingar af öllu landinu og er því stöðugt unnið að uppfærslu á landupplýsingagrunnum stofnunarinnar. Nýjasta uppfærsla á IS 50V gagnagrunninum, sem er gjaldfrjáls eins og önnur gögn Landmælinga Íslands, er nú komin á niðurhalssíðu og nær uppfærslan… Continue reading Ný uppfærsla á IS 50V gögnum