Skráning lýsigagna inn í Landupplýsingagáttina hefur gengið vel og virðist vera kominn nokkur kraftur í skráninguna nú í byrjun vetrar. Þegar við kíktum á tölfræðina var skemmtilegt að sjá að yfir 50% skráninga hafa komið inn nú í nóvember og voru þar stórtækastir kollegar okkar hjá Reykjavíkurborg og Orkuveitunni. Alls hafa borist 40 skráningar inn… Continue reading Kraftur í skráningu lýsigagna
Ný fitjuskrá
Ný fitjuskrá hefur bæst við röð fitjuskráa sem eru aðgengilegar hér á heimasíðu LMÍ. Um er að ræða fitjuskrá um vistgerðir og hefur Náttúrufræðistofnun Íslands haft umsjón með efnisinnihaldinu. Eftirfarandi texti er tekin úr fitjuskránni: „Á síðustu árum hefur Náttúrufræðistofnun Íslands unnið að flokkun vistgerða. Alls hafa verið ákvarðaðar 24 vistgerðir á hálendi Íslands og vinna… Continue reading Ný fitjuskrá
IS 500V kortasjá
IS 500V kortasjá er nú komin á netið. Sjánni hefur verið breytt og nú er eingöngu hægt að teikna, mæla og prenta á PDF formi útúr vefsjánni. Kortasjána er hægt að skoða með því að fara á kortasíðuna okkar eða með því að fara beint á hana með því að smella hér.
Vörpun milli hnitakerfa
Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning í hnitsetningu á landupplýsingum meðal almennings. GPS-tæki eru orðin almenningseign og upplýsingar frá þeim eru notaðar á ýmsan hátt t.d. við merkingar ferðaleiða og áhugaverðra staða. Ýmis hnitform og viðmiðanir eru notaðar í þessum tilgangi og því er nauðsynlegt að geta reiknað á milli þessara mismunandi skilgreininga. Cocodati… Continue reading Vörpun milli hnitakerfa
Vinnuhópar um vatn og samgöngur
Miðvikudaginn 7. nóvember hittust í fyrsta sinn vinnuhópar vegna landupplýsinga vatnafars og samgangna. Vinnuhóparnir eru hugsaðir sem stuðningur við innleiðingu grunngerðar landupplýsinga á Íslandi ásamt innleiðingu INSPIRE tilskipunar Evrópusambandsins. Á fundinum var samankomi rjómi landupplýsingasérfræðinga þessara þema frá 8 stofnunum og fóru þeir yfir helstu einkenni og eiginleika sinna gagnasetta. Ljóst er allt frá upphafi… Continue reading Vinnuhópar um vatn og samgöngur
Nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland
Í Kvarðanum, fréttabréfi Landmælinga Íslands, sem kom út í október síðastliðnum er fróðlegt viðtal við Guðmund Valsson mælingarverkfræðing um nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland. Undanfarin ár hefur Guðmundur unnið að uppbyggingu og viðhaldi á sameiginlegu hæðarkerfi fyrir allt Ísland, með það að markmiði að leggja samfélaginu til áreiðanlegan grundvöll fyrir hæðarmælingar. Í viðtalinu við Guðmund kemur fram að… Continue reading Nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland
Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð
Þann 8 – 11 október síðastliðin fóru þrír starfsmenn Landmælinga Ísland í heimsókn til Skotlands og Norður-Írlands með stuðningi Evrópsambandsins (TAIEX aðstoð). Ferðin var farin til að afla upplýsinga og reynslu við uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á landsvísu. Þrátt fyrir að ýmis mál tengd INSPIRE tilskipuninni hafi verið rædd ítarlega, var mikil áherslan lögð á skipulag… Continue reading Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð
Fyrirlestur um skráningu örnefna í Borgarfirði
Landmælingar Íslands vilja vekja athygli á fyrirlestri Ragnhildar Helgu Jónsdóttur umhverfislandfræðings og Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum, um skráningu og kortlagningu örnefna í Borgarfirði. Skráningin hefur verið unnin í samstarfi við Landmælingar Íslands, en nokkrir aðilar hafa skráningaraðgang í örnefnagrunn stofnunarinnar. Örnefnin sem þar eru skráð inn birtast í örnefnasjá Landmælinga Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn í Snorrastofu, Reykholti… Continue reading Fyrirlestur um skráningu örnefna í Borgarfirði
Samráðsfundur með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Í dag, 16. október 2012 funduðu stjórnendur Landmælinga Íslands með fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um stöðu verkefna, fjármál stofnunarinnar og áætlaða rekstrarafkomu ársins 2012. Á fundinum voru rædd þau verkefni sem framundan eru og farið yfir fjárlög ársins 2013. Einnig kynntu fulltúar ráðuneytisins nýtt skipurit og stefnu nýs umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Samráðsfundir sem þessir eru haldnir tvisvar… Continue reading Samráðsfundur með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Opinber landupplýsingagögn gjaldfrjáls í Danmörku
Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að frá og með 1. janúar 2013 verði öll opinber gögn gjaldfrjáls. Þessi ákvörðun skiptir miklu máli fyrir dönsku kortastofnunina KMS og notendur landupplýsingagagna. Nánar má sjá frétt um þetta á vef KMS.