Þann 17. apríl síðastliðinn var haldinn kynningarfundur á frumvarpi að 2. útgáfu staðalsins ÍST 120 Skráninga og flokkun landupplýsinga – Uppbygging fitjuskráa. Fundurinn var haldinn í samstarfi LÍSU samtaka um landupplýsingar á Íslandi og Orkuveitu Reykjavíkur. Kynningarefni frá fundinum má nálgast hér. Frumvarpið kom út 2. apríl síðastliðinn og sér Staðlaráð Íslands um sölu og dreifingu þess. Frumvarpið… Continue reading Kynning á frumvarpi 2. útg. ÍST staðalsins
Norrænir forstjórar funda í Reykjavík
Fundur forstjóra norrænna korta- og fasteignastofnana er haldinn í Reykjavík í dag. Á fundinum er farið yfir ýmis samstarfsverkefni og verkefni vinnuhópa s.s. EuroGeographics, Arctic SDI og INSPIRE.
Frumvarp að 2. útgáfu ÍST 120 staðalsins komið út
Frumvarp að 2. útgáfu ÍST 120 staðalsins Skráning og flokkun landupplýsinga – Uppbygging fitjuskráa, kom út 2. apríl síðastliðinn. Fyrsta útgáfa staðalsins kom út árið 2007 en í nýju útgáfunni hafa verið gerðar verulegar breytingar.
Umhverfisráðherra í heimsókn
Í dag heimsótti Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra Landmælingar Íslands. Með henni í för voru ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra og upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins.
Samningur gerður við Ritara ehf. um símaþjónustu
Landmælingar Íslands og Ritari ehf. undirrituðu samning um símaþjónustu þann 1. mars. Fyrirtækið Ritari ehf. sem staðsett er í sama húsi og Landmælingar Íslands var lægst í útboði sem gert var á símaþjónustu snemma á þessu ári og mun það taka við þjónustunni 1. apríl næstkomandi.
Grunngerð landupplýsinga í Danmörku
Fundur með Ulla Kronborg Mazzoli frá dönsku kortastofnuninni KMS Fimmtudaginn 22. mars 2012 boðuðu Landmælingar Íslands til fundar meðal sérfræðinga frá stofnunum, ráðuneytum og sveitarfélögum sem þurfa að takast á við að innleiða ný lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandien þau lög byggja á svokallaðri INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins. Gestur fundarins og aðalfyrirlesari var Ulla… Continue reading Grunngerð landupplýsinga í Danmörku
Villa í Internet Explorer 9 við notkun Landupplýsingagáttar
Þeir sem eru með Internet Explorer 9 hafa lent í vandræðum með Landupplýsingagáttina (http://gatt.lmi.is). Þar til þessi villa verður löguð hafa notendur tvo möguleika: Nota einhvern af eftirarandi vefskoðurum : Chrome, Firefox, Internet Explorer 8 eða Safari Nota Internet Explorer 9 með kveikt á “Compatability View”. Það er gert með þvi haka við Tools->Compatability View
Ný geóíða
Landmælingar Íslands hafa gefið út nýja geóíðu (láflöt) sem m.a. hefur verið reiknuð út frá þyngdarmæligögnum af Íslandi, hæðarlíkani og ísþykktargögnum. Nýja geóíðan var reiknuð í samstarfi við DTU Space í Danmörku, sem hafa mikla reynslu af slíkum útreikningum, en megin tilgangur þessara útreikninga var að reikna nýja og nákvæmari geóíðu af Íslandi og tengja… Continue reading Ný geóíða
Sendiherrar norðurskautsríkjanna fræðast um kortamál
Þann 24. febrúar síðastliðinn hélt Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands fyrirlestur í utanríkisráðuneytinu um Arctic SDI verkefnið fyrir sendiherra norðurskautsríkjanna á Íslandi.
Samningur við CloudEngineering um nýjan vef LMÍ
Þann 8. mars sl. gerðu Landmælingar Íslands samning við fyrirtækið Cloudengineering um hönnun og skipulag á nýjum vef fyrir stofnunina. CloudEngineering er þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í upplýsingatækni og vinnur meðal annars að vefhönnun með hugbúnaðinum Word Press sem Landmælingar Íslands hafa valið fyrir ytri vefinn.