Þann 1. nóvember síðastliðinn gekk nýtt skipurit Landmælinga Íslands í gildi. Skipuritið var unnið í framhaldi af niðurstöðum úr vinnu starfsmanna á starfsdegi utan stofnunar í september og kynnt á starfsmannafundi 29. október. Í skipuritinu eru skilgreindir helstu málaflokkar Landmælinga Íslands sem endurspegla hlutverk og grunnverkefni stofnunarinnar. Með nýju skipiriti er ætlunin að gera skipuritið… Continue reading Nýtt skipurit Landmælinga Íslands
Kortavefsjá íslenskra sjókorta opnuð
Landhelgisgæslan opnar í dag aðgang að vefsjá með íslenskum sjókortum. Stofnunin hefur á liðnum mánuðum átt í góðu samstarfi við Landmælingar Íslands og notið liðsinnis starfsmanna Landmælinga við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Eydís Líndal, forstjóri Landmælinga Íslands, gerðu með sér samning í fyrra sem fól í sér… Continue reading Kortavefsjá íslenskra sjókorta opnuð
Þörf á mynd- og hæðargögnum
Landmælingar Íslands hafa afhent umhverfis- og auðlindaráðuneytinu skýrslu þar sem fram kemur þörf opinberra aðila á myndgögnum og hæðarlíkani af Íslandi. Tilgangur þarfagreiningarinnar var að uppfylla verkefni sem Landmælingar Íslands fengu frá ráðuneytinu þ.e. að kanna þörf á útboði á samræmdum myndgrunni og hæðarlíkani fyrir hið opinbera. Niðurstöður þarfagreiningarinnar eru þær mikil þörf á er… Continue reading Þörf á mynd- og hæðargögnum
Áframhaldandi samstarf um fjarkönnun við Háskóla Íslands
Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Landmælinga Íslands og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, endurnýjuðu á dögunum samning um samstarf stofnanna um fjarkönnunarrannsóknir á Íslandi. Fjarkönnun felst m.a. í myndatöku úr gervitunglum, flugvélum og drónum og að vinna úr þeim upplýsingar um yfirborð jarðarinnar, svo sem um breytingar á lífríki, hopun jökla og áhrif eldgosa á… Continue reading Áframhaldandi samstarf um fjarkönnun við Háskóla Íslands
Landflokkun á strandsvæðum
Samevrópsk landflokkunarverkefni heyra undir Copernicusaráætlun ESB en Umhverfisstofnun Evrópu, EEA (European Environment Agency), hefur umsjón með framkvæmd þeirra. Elst og þekktast þessara verkefna er CORINE-landflokkunin sem hófst fyrir 1990 og byggist á notkun gervitunglamynda. CORINE-flokkunin er endurtekin með nýjum gervitunglamyndum á 6 ára fresti (1990, 2000, 2006, 2012 og 2018) en eftir því sem fjarkönnunartækninni… Continue reading Landflokkun á strandsvæðum
Hér var ég
Landmælingar Íslands hafa útbúið skemmtilegt og einfalt kort fyrir börn sem fullorðna þar sem hægt er að fylgjast með hversu víða hefur verið ferðast um landið. Kortið er útbúið með hvítum punktum fyrir flesta þéttbýlisstaði og megin leiðir landsins sem hægt er lita þegar komið hefur verið á staðinn. Ef að staðir eru ekki inni… Continue reading Hér var ég
Íslenskt landslag sem veggskraut
Á undanförnum árum hefur íslenska vörumerkið Literal Streetart vakið athygli fyrir skemmtilega útfærð plaköt af bæjum og borgum heimsins, þar sem notandinn getur sjálfur valið það svæði sem hann óskar. Nú hefur fyrirtækið bætt við möguleikanum að fá íslenskt landslag á plakati s.k. Fjallastíl, sem byggður er á IS 50V kortagrunni Landmælinga Íslands. Sannarlega skemmtileg… Continue reading Íslenskt landslag sem veggskraut
800 ný örnefni af Þingvöllum í einum poka
Í byrjun október var haldið málþing á Þingvöllum um fornleifar, skráningu þeirra og staðsetningu í þjóðgarðinum. Við þetta tækifæri afhenti Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Eydísi Líndal Finnbogadóttur, forstjóra Landmælinga Íslands um 800 örnefni úr þjóðgarðinum í tölvuskrá en henni fylgdi fullur poki af örnefnum rituð á miða. Skráning örnefnanna í örnefnagrunn Landmælinga Íslands hefur… Continue reading 800 ný örnefni af Þingvöllum í einum poka
Kvarðinn, fréttbréf Landmælinga Íslands, er kominn út
Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2019 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá árangri landgræðslu við Landeyjahöfn, notkun loftmynda Landmælinga Íslands við vísindarannsóknir og hæðarmælingum með nýrri alstöð. Kvarðinn kemur út þrisvar á ári og er engöngu gefinn út rafrænt.
Hæðarmælingar með nýrri alstöð – tvöfalt meiri afköst og ódýrari mælingar
Eitt af mikilvægustu verkefnum Landmælinga Íslands er að byggja upp og viðhalda sameiginlegu hæðarkefi fyrir allt Ísland. Til þessa hefur vinnan að mestu byggst á fínhallamælingum en í lok síðasta árs festu Landmælingar Íslands kaup á alstöð af gerðinni Trimble S9 HP sem nota má til hallamælinga í stað fínhallamælinga. Alstöðin er með hálfrar sekúndu… Continue reading Hæðarmælingar með nýrri alstöð – tvöfalt meiri afköst og ódýrari mælingar