Í dag, 5. mars, verður í fyrsta skipti haldið upp á dag evrópska landmælingamannsins en þá eru nákvæmlega 500 ár frá fæðingu kortagerðarmannsins Gerardus Mercators í Belgíu. Til þess að minnast þessa hafa Landmælingar Íslands gefið út á pdf formi skýrslu um Landshæðarkerfi Íslands ISH2004, sem er einhver stærsti áfangi í landmælingasögu stofnunarinnar. Skýrslan verður… Continue reading Landshæðarkerfi Íslands á degi evrópska landmælingamannsins
Glærur frá 3. fundi samræmingarnefndar um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar
Þriðji fundur samræmingarnefndar um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar var haldinn þann 29. febrúar. Hér má sjá glærur frá þeim fundi: Kynning á grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar – Eydís Líndal Finnbogadóttir Grunngerðin – Gagnaskipulag LMÍ – Anna Guðrún Ahlbrecht INSPIRE – lýsigögn – Saulius Prizginas
Námskeið um skráningu lýsigagna 21. febrúar 2012
Nú er öðru námskeiði um skráningu lýsigagna samkvæmt kröfum sem INSPIRE gerir lokið. Einnig tengist Grunngerð fyrir stafrænar upplýsingar hér á landi málefninu. Hér fyrir neðan er að finna glærur af námskeiðinu og leiðbeiningar. Hvað er landupplýsingagátt og til hvers er hún Samúel Jón Gunnarsson Hvernig og hvar skráum við lýsigögn – Aðferðir við… Continue reading Námskeið um skráningu lýsigagna 21. febrúar 2012
Námskeið um skráningu lýsigagna 21. febrúar 2012
Nú er öðru námskeiði um skráningu lýsigagna samkvæmt kröfum sem INSPIRE gerir lokið. Einnig tengist Grunngerð fyrir stafrænar upplýsingar hér á landi málefninu. Hér fyrir neðan er að finna glærur af námskeiðinu og leiðbeiningar. Hvað er landupplýsingagátt og til hvers er hún Samúel Jón Gunnarsson Hvernig og hvar skráum við lýsigögn – Aðferðir við… Continue reading Námskeið um skráningu lýsigagna 21. febrúar 2012
Glærur frá 2. fundi samræminganefndar um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar
Annar fundur samræmingarnefndar um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar var haldinn þann 18. janúar. Hér má sjá glærur frá þeim fundi: Hugleiðingar um starf samræmingarnefndar – Magnús Guðmundsson, Landmælingum Íslands. Kynning – Þorvaldur Bragason, Orkustofnun.
Reglugerð um landshæðarkerfi Íslands ISH2004
Umhverfisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð vegna landshæðarkerfis Íslands ISH2004. Reglugerðinni er ætlað að festa landshæðarkerfið í sessi sem grunnkerfi í landmælingum á Íslandi. Þá þykir mikilvægt að til sé reglugerð um það hvernig haga beri umgengni um mælipunkta kerfisins sem og viðhald þess. Reglugerðin var birt í B-deild Stjórnartíðínda þann 15. febrúar 2012.
IS 500V gögn Landmælinga Íslands aðgengileg gegn vægu gjaldi
Landmælingar Íslands vilja að gögn þeirra séu notuð af sem flestum. Árið 2011 var sú ákvörðun tekin að innheimta ekki gjöld fyrir IS 500V gögn stofnunarinnar en hins vegar þarf að greiða þjónustugjald sem er kr. 3850,- án vsk og er gerður afnotasamningur þar um. Ef birta á gögnin og/eða dreifa þeim þarf að fá… Continue reading IS 500V gögn Landmælinga Íslands aðgengileg gegn vægu gjaldi
6192 athugasemdir bárust
Í lok síðasta árs rann út frestur fyrir aðildalönd að INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins, til að gera athugasemdir við flokkunarlista fyrir viðauka II og III. Alls bárust 6192 athugasemdir frá 160 stofnunum í 20 löndum.
Breytingar á lögum um LMÍ
Með lögum um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar fá Landmælingar Íslands nýtt hlutverk.Breytingar verða á 4 gr. laga um landmælingar og grunnkortagerð en þar bætist við nýr töluliður sem segir: „ Að fara með framkvæmd laga um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, þ.m.t. að sjá um rekstur, viðhald og tæknilega þróun landupplýsingagáttar.
Frumteikningar dönsku herforingjaráðskortanna og ljósmyndir
Nú er komið gott aðgengi að öllum bæjarteikningunum, frumteikningum Atlaskorta og ljósmyndumsem landmælingadeild herforingjaráðs Dana teiknaði á árunum 1902-1920. Í bæjarteikningaskránni eru sérmælingar og gerð uppdrátta af íslenskum bæjum, þéttbýlissvæðum og þorpum, þá er hægt að skoða frumteikningar Atlaskorta auk þeirra ljósmynda sem mælingamennirnir tóku þegar þeir voru við störf sín.