Þann 1. september héldu Landmælingar Íslands fund með tæknimönnum nokkurra stofnana sem eiga gögn tengd viðaukum I og II í INSPIRE tilskipuninni til að bera saman bækur sínar og fá yfirsýn yfir stöðu tæknimála. Á fundinn mættu fulltrúar Landgræðslu Íslands (LÍ), Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), Þjóðskrár Íslands (ÞÍ), Vegagerðarinnar(VG), Umhverfisstofnunar (UST) og Skipulagsstofnunar (SK). Veðurstofa Íslands var að… Continue reading Fundur með tæknimönnum stofnana
Samráðsfundur forstjóra sjö stofnana um ný lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar
Þann 2. september 2011 boðaði forstjóri Landmælinga Íslands til samráðsfundar með forstjórum eða staðgenglum frá sjö lykilstofnunum til að kynna ný lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar.
Hvaða gögn, málefni og þjónustur falla undir INSPIRE?
Almenna reglan er að INSPIRE fjallar um tilgreind landupplýsingagögn stjórnvalda, á rafrænu formi og eru þemu sem tilskipunin nær til talin eru upp í viðauka 1, 2 og 3.
Hvað er „grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar“ -eða einfaldlega „grunngerð“?
Samkvæmt lögum nr. 44/2011 er grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar: „Tækni, stefnur, staðlar og mannauður sem þarf til að afla stafrænna landupplýsinga, vinna úr þeim, varðveita, miðla og auðvelda notkun þeirra.“
Hvernig nýtist INSPIRE?
INSPIRE tilskipunin og þar með uppbygging á evrópskri grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar verður til margvíslegra samfélagsnota – t.d. hjá viðbragðsaðilum neyðaráætlana s.s. björgunarsveitum og lögreglu.
INSPIRE ráðstefna í Edinborg 27. júní – 1. júlí 2011
Evrópuráðstefna INSPIRE er haldin árlega af Joint Research Center stofnun Evrópusambandsins. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Edinborg í Skotlandi, dagana 27. júní – 1. júlí 2011. Yfirskrift ráðstefnunnar var Contributing to smart, sustainable and inclusive growth. Ráðstefnan hefur það markmið að kynna hvað er að gerast í innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar í Evrópu og… Continue reading INSPIRE ráðstefna í Edinborg 27. júní – 1. júlí 2011
INSPIRE ráðstefna í Edinborg 27. júní – 1. júlí 2011
Evrópuráðstefna INSPIRE er haldin árlega af Joint Research Center stofnun Evrópusambandsins. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Edinborg í Skotlandi, dagana 27. júní – 1. júlí 2011. Yfirskrift ráðstefnunnar var Contributing to smart, sustainable and inclusive growth. Ráðstefnan hefur það markmið að kynna hvað er að gerast í innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar í Evrópu… Continue reading INSPIRE ráðstefna í Edinborg 27. júní – 1. júlí 2011
Birting örnefna á loftmyndum í nýrri örnefnasjá
Í tilefni af degi íslenskrar náttúru opna Landmælingar Íslands nýja örnefnasjá á vefsíðunni http://atlas.lmi.is/ornefnasja/ Örnefni skipa mikilvægt hlutverk í sögu Íslands. Þau hafa sagt þjóðinni til um hvar atburðir hafa átt sér stað, hvernig land hefur verið nytjað eða hvernig eignamörk voru afmörkuð svo dæmi séu tekin. Áður en GPS tæki tóku til við að… Continue reading Birting örnefna á loftmyndum í nýrri örnefnasjá
GNSS-jarðstöðvakerfi
Landmælingar Íslands vinna að því að byggja upp GNSS-jarðstöðvakerfi sem starfar í rauntíma. Við hönnun kerfisins var leitast við að nýta sem flestar stöðvar sem nú þegar eru í gangi og notaðar eru í öðrum verkefnum. Nú nýverið var jarðstöð við Fjórðungsöldu tengd við kerfið en hún tilheyrir einmitt alþjóðlega rannsóknarverkefninu CHIL (Central Highland Iceland… Continue reading GNSS-jarðstöðvakerfi
Hvítbók um náttúruvernd á Íslandi komin út
Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur kynnt ríkisstjórn hvítbók sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hefur unnið en í henni felst heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Samkvæmt frumvarpi til breytinga á náttúruverndarlögum og Hvítbók um náttúruvernd fá Landmælingar Íslands mikilvægt hlutverk við að halda úti gagnagrunni um opinbera vegi og slóða á Íslandi. Fréttin á vef umhverfisráðuneytisins.