Norrænar heimsóknir

Fimmtudaginn 18. ágúst og föstudaginn 19. ágúst fengu Landmælingar Íslands heimsókn frá norrænum kollegum. Á fimmtudeginum voru haldnir hér þrír norrænir fundir; á sviði starfsmannamála, fjármála auk þess sem NIK gruppen hélt hér fund en í þeim hópi eru tengiliðir alþjóðamála kortastofnana á Norðurlöndum. Á föstudeginum kom síðan Tromsö skrifstofa systurstofnunar LMÍ hjá Statens Kartverk í Noregi í heimsókn.… Continue reading Norrænar heimsóknir

Ný gjaldskrá tekur gildi

Ný gjaldskrá fyrir Landmælingar Íslands hefur verið samþykkt af umhverfisráðherra. Í gjaldskránni er tekið mið af verðlagsbreytingum undanfarinna ára en einnig hafa verið gerðar ýmsar lagfæringar í takt við breyttar áherslur. Meðal breytinga má nefna að ekki er lengur rukkað fyrir IS 500V gögnin en tekið er þjónustugjald fyrir afhendingu gagnanna. Birting á gögnunum eru áfram… Continue reading Ný gjaldskrá tekur gildi

Álit þitt á skjölum INSPIRE vinnuhópa EU

Eftirfarandi tilkynning barst LMÍ frá skifstofu EFTA (European Free Trade Association). Skrifaðar hafa verið leiðbeinandi reglur (guidelines) fyrir þau gögn sem falla undir viðauka II og III í Inspire tilskipuninni og eru þær opnar almenningi til yfirlestrar. Sjá nánar í bréfi hér á eftir. Dear Colleagues, Please be informed

Nýtt fréttabréf og ný vefsíða

Landmælingar Íslands hafa opnað nýja vefsíðu sem fjallar um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar áÍslandi og INSPIRE. Þar má m.a. finna tengla í áhugaverðar vefsíður sem tengjast grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og INSPIRE tilskipun ESB. Vefsíðan er á slóðinni http://inspire.lmi.is/. Þá hafa Landmælingar Íslands gefið út fréttabréf um efnið sem lesa má hér.

Aðgengi tryggt að stafrænum landupplýsingum

Lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar nr. 44/2011 voru samþykkt á Alþingi í maí síðastliðnum en með þeim eru grundvallaratriði svokallaðrar INSPIRE-tilskipunar Evrópusambandsins innleidd samkvæmt EES samningnum. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á vegum stjórnvalda ekki síst til að auka aðgengi stjórnvalda sjálfra og almennings að mikilvægum upplýsingum.… Continue reading Aðgengi tryggt að stafrænum landupplýsingum