Lýsigögn eru upplýsingar sem lýsa, greina og veita aðgang að öðrum gögnum svo sem landupplýsingagögnum og/eða þjónustum vegna þeirra. Skráning lýsigagna er eitt af þeim atriðum sem fyrst þarf að vinna í samkvæmt INSPIRE. Í reglugerð sem byggir á INSPIRE um lýsigögn eru settar fram kröfur um atriði sem skylda er að skrá og að… Continue reading Lýsigögn fyrir INSPIRE
Er skylda að eiga til öll gögn sem heyra til INSPIRE?
Ef ekki eru til gögn af einhverju þema sem fjallað er um í Inspire er aðildarríki þá skyldugt að útvega þau gögn? Nei, samkvæmt Inspire er ekki krafa um öflun nýrra gagna.
NÆSTU SKREF
Lög um Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar Mánudaginn 2. maí voru samþykkt á Alþingi lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á vegum stjórnvalda og tryggja aðgengi stjórnvalda og almennings að landupplýsingum. Unnið hefur verið í nokkurn tíma að gerð þessara laga en þau tengjast… Continue reading NÆSTU SKREF
Samráðsfundur um IS 50V
Þriðjudaginn 31. maí var haldinn kynningafundur á nýjum útgáfum IS 50V gagnagrunnsins. Til fundarins mættu 16 notendur frá 12 stofnunum og fyrirtækjum. Farið var yfir það sem er nýtt í IS 50V 3.0 og 3.1 útgáfunum og framtíðaráætlanir fyrir uppfærslu grunnsins voru kynntar. Að auki voru hugmyndir um vefþjónustur ræddar og farið yfir IST… Continue reading Samráðsfundur um IS 50V
Landmælingar Íslands sjötta besta stofnunin
Landmælingar Íslands urðu í sjötta sæti í vali á stofnun ársins í flokki minni stofnana og einnig ef miðað er við heildarfjölda. SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu stóð nú í sjötta sinn að þessu vali. Könnun var gerð meðal allra starfsmanna stofnunarinnar óháð því í hvaða stéttarfélagi þeir væru. Ljóst er að sú einkunn… Continue reading Landmælingar Íslands sjötta besta stofnunin
Alþingi samþykkir ný lög um grunngerð
Mánudaginn 2. maí voru samþykkt á Alþingi lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar nr. 44/2011. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á vegum stjórnvalda og tryggja aðgengi stjórnvalda og almennings að landupplýsingum. Unnið hefur verið í nokkurn tíma að gerð þessara laga og tengjast þau svokallaðri INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins. Með lögunum fá… Continue reading Alþingi samþykkir ný lög um grunngerð
Willysjeppinn fluttur á Skógasafn
Á dögunum komu tveir starfsmenn Skógasafns í heimsókn til Landmælinga Íslands. Þeir voru komnir til að sækja muni sem hafa verið í eigu stofnunarinnar til margra ára. Flestir munanna voru til sýnis á sýningunni „Í rétta átt“ á Byggðasafninu að Görðum sem tekin var niður síðasta vor. Stærsti gripurinn sem fer til varðveislu á Skógasafn er Willysjeppi árgerð… Continue reading Willysjeppinn fluttur á Skógasafn
Ársskýrsla 2010
Nú er Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2010 komin út. Í ársskýrslunni er að finna ársreikninga stofnunarinnar, en rekstur stofnunarinnar gekk vel á síðasta ári, auk þess sem upplýst er um það helsta sem gert var á stofnuninni á árinu 2010. Forsíðumynd ársskýrslunnar er tekin að Fjallabaki.
Árangursríkur fundur um kortamál á Norðurslóðum
Dagana 5.-6. apríl 2011 funduðu fulltrúar kortastofnana Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur, Grænlands, Bandaríkjanna, Rússlands og Kanada um uppbyggingu á grunngerð fyrir landupplýsingar á norðurslóðum (Arctic SDI). Auk fulltrúa kortastofnananna tók fulltrúi Norðurskautsráðsins þátt en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við ráðið. Verkefnið nær til mjög stórs svæðis á norðurhveli jarðar sem þekur 1/6… Continue reading Árangursríkur fundur um kortamál á Norðurslóðum
Gestagangur hjá Landmælingum Íslands
Um daginn fengum við heimsókn frá hollenskum mælinganemum frá háskólanum í Utrecht. Gunnar H Kristinsson og Guðmundur Valsson tóku á móti nemunum sem hlýddu á fyrirlestur eftir Guðmund. Einnig komu í heimsókn til Landmælinga Íslands hópur fólks frá Korta- og fasteignastofnun Rúmeníu. Rúmenarnir eru hér á landi vegna samstarfsverkefnis við Þjóðskrá Íslands sem er fjármagnað af Þróunarsjóði EFTA. Fluttir voru… Continue reading Gestagangur hjá Landmælingum Íslands