Fyrsta tölublað ársins af Kvarðanum, fréttabréfi Landmælinga Íslands, er komið út. Að venju kennir ýmissa grasa en í þessu eintaki af fréttabréfinu er m.a. jallað um nýtt sameiginlegt hæðarkerfi fyrir Ísland, mikilvægi landupplýsinga í nútímasamfélagi, heilsueflingu starfsmanna svo nokkur atriði séu nefnd.
Landshæðarkerfi Íslands
Óhætt er að segja að stórum áfanga sé náð með útkomu skýrslu sem inniheldur allar punktlýsingar fyrsta sameiginlega landshæðarkerfis Íslands. Skýrslunni sem er rúm 16 mb á pdf formi er hægt að hlaða niður. Seinna á þessu ári kemur út ítarleg tækniskýrsla. Í þessari skýrslu eru sem fyrr segir allar punktlýsingar og kort sem sýna staðsetningu punktanna auk þess… Continue reading Landshæðarkerfi Íslands
Samstarfssamningur milli LMÍ og Veiðimálastofnunar
Þann 3. mars sl. var undirritaður samstarfssamningur um landupplýsingar milli Landmælinga Íslands og Veiðimálastofnunar. Markmiðið með samningnum er að auka samstarf stofnananna við að afla og miðla kortum og landfræðilegum gögnum um Ísland. Samkvæmt samningnum fær Veiðimálastofnun aðgang að IS 50V gagnagrunni Landmælinga Íslands og Landmælingar Íslands fá aðgang að þeim stafrænu gagnagrunnum Veiðimálastofnunar er varða… Continue reading Samstarfssamningur milli LMÍ og Veiðimálastofnunar
Samstarfssamningur milli LMÍ og HÍ
Þann 11. febrúar sl. var endurnýjaður samningur milli Landmælinga Íslands og Háskóla Íslands um samstarf á sviði fjarkönnunar sem staðið hefur síðan árið 2000. Samkvæmt þessum samningi vinna Landmælingar Íslands og Háskóli Íslands að eflingu fjarkönnunarrannsókna á Íslandi. Háskóli Íslands verður aðili að fjarkönnunarstarfsemi hjá Landmælingum Íslands og munu samningsaðilar starfa saman og skiptast á fjarkönnunargögnum. Einnig… Continue reading Samstarfssamningur milli LMÍ og HÍ
Landmælingar Íslands á Framadögum 2011
Landmælingar Íslands ásamt mörgum öðrum ríkisstofnunum og ráðuneytum tóku í gær þátt í Framadögum undir yfirskriftinni „Ríkið, stærsti þekkingarvinnustaður landsins“. Fjármálaráðuneytið hafði forystu í framtakinu. Framadagar eru árlegur viðburður í háskólalífinu og eru haldnir m.a. með það að leiðarljósi að auka tengsl háskólanáms við atvinnulífið. Fulltrúi Landmælinga Íslands var vel merktur á svæðinu í bol… Continue reading Landmælingar Íslands á Framadögum 2011
Kortasjáin á ensku
Nú hefur kortasjáin verið uppfærð með 3.útgáfu af SPOT-5 mósaíki en nýjustu myndirnar þar eru frá árinu 2009. Einnig hefur verið bætt við hnappi þannig að hægt er að skoða kortasjána líka á ensku.
Haraldarsafn – Ísland og íslensk landfræði
Á síðasta ári tóku Landmælingar Íslands þátt í verkefni á vegum Bókasafns Akraness sem nefnist „Fjársjóður: úr fórum bókasafns Haraldar og Sigrúnar Ástrósar“. Verkefnið snýst um Haraldarsafn eins og það er nefnt dags daglega en það er sérsafn bóka um Ísland og íslenska landfræði sem var í eigu Haraldar Sigurðssonar, bókavarðar og heiðursdoktors. Bækurnar eru nú í… Continue reading Haraldarsafn – Ísland og íslensk landfræði
Nýjar loftmyndir af Eyjafjallajökli aðgengilegar
Landmælingar Íslands hafa í samvinnu við Vegagerðina, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Landgræðsluna og Náttúrufræðistofnun, fest kaup á loftmyndum af Eyjafjallajökli og Markarfljóti, teknar í júlí 2010. Myndirnar eru bæði í náttúrulegum litum og innrauðar og eru myndirnar af Eyjafjallajökli teknar úr 5700 metra hæð með 40 cm upplausn en Myndirnar af Markarfljótinu eru flognar í 2700… Continue reading Nýjar loftmyndir af Eyjafjallajökli aðgengilegar
Ný útgáfa IS 50V komin út
Ný uppfærsla af IS 50V gagnagrunninum er komin út í útgáfu 3.0 og verður hann sendur áskrifendum á næstu vikum. IS 50V grunnurinn er líklega mest notaði kortagrunnurinn á Íslandi í dag og byggjast vinsælir kortaflokkar, vefkort, kort í GPS, skipulagsuppdrættir o.fl. á þessum vinsæla grunni. Í IS 50V grunninum eru átta mismunandi gagnalög: hæðargögn, mannvirki, mörk,… Continue reading Ný útgáfa IS 50V komin út