Nýlega fengu Landmælingar Íslands heimild frá Vinnumálastofnun til að ráða tíu námsmenn og/eða atvinnuleitendur til vinnu í sumar. Um er að ræða átak í atvinnumálum námsmanna til að draga úr atvinnuleysi. Fimm námsmenn og einn atvinnuleitandi munu hafa vinnuaðstöðu hjá stofnuninni á Akranesi en auk þess var leitað eftir samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og… Continue reading Atvinnuátak fyrir námsmenn
Ný útgáfa IS 50V
Gagnagrunnurinn IS 50V er nú kominn út í útgáfu 2.3. IS 50V er helsti gagnagrunnur Landmælinga Íslands og er hann notaður í fjöldamörgum verkefnum og söluvörum fyrirtækja á markaði og má þar nefna ja.is, Garmin leiðsögutæki og Íslandsatlas Eddu. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á grunninum frá síðustu útgáfu og má þar m.a. nefna fjölgun örnefna,… Continue reading Ný útgáfa IS 50V
Aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega
Umhverfisráðuneytið hefur unnið aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega til þriggja ára, undir heitinu Ávallt á vegi. Nánari upplýsingar má finna á vef umhverfisráðuneytisins.
Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2010
Landmælingar Íslands urðu í fimmta sæti í vali á stofnun ársins í flokki minni stofnana og einnig ef miðað er við heildarfjölda og hljóta því sæmdarheitið fyrirmyndarstofnun 2010. SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu stóð nú í fimmta sinn að þessu vali. Könnun var gerð meðal allra starfsmanna stofnunarinnar óháð því í hvaða stéttarfélagi þeir væru. Ljóst er… Continue reading Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2010
Mælt fyrir frumvarpi um grunngerð landupplýsinga
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um grunngerð landupplýsinga á Alþingi síðastliðinn föstudag. Markmið frumvarpsins er að samræma framsetningu landupplýsinga frá hinum ýmsu aðilum, t.d. sveitarfélögum og ríki og viðhalda upplýsingunum í þeim tilgangi að tryggja aðgengi almennings og yfirvalda að þeim. Með því verður meðal annars tryggt að sömu gagnanna verði ekki… Continue reading Mælt fyrir frumvarpi um grunngerð landupplýsinga
Vel heppnað málþing
Þann 29. apríl var haldið málþing í húsnæði OR um sameiginlegt landshnitakerfi fyrir Ísland. Á málþingið mættu 43 aðilar frá stofnunum, verkfræðistofum, fyrirtækjum og bæjar- og sveitarfélögum. Eftir erindin, fór fram umræða um þann vanda sem við glímum við vegna jarðhræringa hér á Íslandi. Fundargestir voru sammála um að til að ná fram sem allra… Continue reading Vel heppnað málþing
Ný og hraðvirkari kortaþjónusta
Opnuð hefur verið einfaldari og hraðvirkari kortaþjónusta fyrir IS 50V gögn, gervitunglamyndir og Atlaskort. Þetta er tilraunaútgáfa sem fyrst um sinn verður sett fram á þennan einfalda hátt en ekki er loku fyrir það skotið að meiri virkni verði bætt við í framhaldinu. Opna kortaþjónustu
Málþing um sameiginlegt landshnitakerfi
Til þess að ræða kosti þess að á Íslandi verði notað eitt sameiginlegt landshnitakerfi er boðað til málþings í samvinnu Landmælinga Íslands og Orkuveitu Reykjavíkurþann 29. apríl kl. 9:00 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, Reykjavík. Ákvarðanir eru að öllu jöfnu teknar á grundvelli upplýsinga s.s. landupplýsingar og því skipta gæði miklu máli. Við samnýtingu landupplýsinga er… Continue reading Málþing um sameiginlegt landshnitakerfi
Örnefni mánaðarins
Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er skemmtileg umfjöllun um örnefni á Fimmvörðuhálsi sem mikið hafa verið í umræðunni að undanförnu. Kíkið endilega í heimsókn þangað. Örnefni mánaðarins
Ýmis kortagögn af gossvæðinu
Hjá Landmælingum eru til ýmis kortagögn af gossvæðinu í Eyjafjallajökli. Þau hafa nú verið sett á sérstaka síðu og verður haldið áfram að bæta við eftir því sem gögn verða til. Gagnasíða um Eyjafjallajökul