Útbreiðsla hrauns á Fimmvörðuhálsi

Fyrirtækið Loftmyndir ehf hefur útbúið kortaþjónustu sem sýnir útbreiðslu hraunsins frá eldstöðinni ónefndu á Fimmvörðuhálsi eftir dagsetningum. Skoða hér

Published
Categorized as Fréttir

Ákvörðunarferli varðandi nafngift á nýrri eldstöð

Fréttatilkynning Menntamálaráðherra hefur staðfest að starfshópur á vegum þeirra þriggja opinberu aðila sem hafa með örnefni að gera samkvæmt lögum, Landmælinga Íslands, nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og örnefnanefndar, fari í sameiningu með ákvörðunarvald á nafngift nýrrar eldstöðvar neðan Fimmvörðuháls. Með þessari staðfestingu hefur verið eytt óvissu um hver skuli ákveða nafn á… Continue reading Ákvörðunarferli varðandi nafngift á nýrri eldstöð

Published
Categorized as Örnefni

Þrívíddarlíkan af gossvæðinu

Starfsmenn Landmælinga Íslands hafa lagt myndgögn ofaná landhæðarlíkan og skapað þannig þrívíddarmynd af gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi. Smellið á meira til að sjá myndirnar. Einnig má sjá tölvugert flug yfir svæðið hér. Myndirnar eru SPOT5 myndir og landhæðarlíkanið er IS 50V Bláu punktarnir eru skálar en rauði punkturinn sýnir staðsetningu eldgossins.

Published
Categorized as Fréttir

Kort af Eyjafjallajökli

IS 50V gagnagrunnur LMÍ er til margra hluta nytsamlegur, m.a. til að búa til einföld kort. Hér að neðan er hægt að nálgast fjögur mismunandi kort af Eyjafjallajökulssvæðinu á pdf formi.   Eyjafjallajökull stórt án nafna (pdf 6,6 mb) Eyjafjallajökull stórt með nöfnum (pdf 7,6 mb) Fimmvörðuháls án nafna (pdf 4,8 mb) Fimmvörðuháls með nöfnum (pdf 5,1 mb)

Published
Categorized as Fréttir

Vel heppnaður kynningarfundur um IS 50V

Landmælingar Íslands buðu helstu notendum IS 50V gagnagrunnsins til morgunverðarfundar þann 18. mars, þar sem fjallað var um þær uppfærslur sem eru á leiðinni í grunninum. Einnig var farið yfir þarfir notenda og óskað eftir ábendingum um það sem betur má fara. Fundurinn var vel sóttur og spunnust gagnlegar umræður. Kynningarnar frá fundinum má sjá… Continue reading Vel heppnaður kynningarfundur um IS 50V

Published
Categorized as IS50V

Kort sýnir eldgos í Eyjafjallajökli

Á síðustu vikum og misserum hefur Eyjafjallajökull verið í umræðunni vegna mögulegs eldgoss þar. Hæfist þar eldgos yrði það væntanlega tilkomumikið sjónarspil þar sem kvikan myndi væntanlega koma í snertingu við jökulís. Yrði þá mikil og snögg bráðnun uppi í fjallinu sem gæti leitt til mikils vatnagangs, annað hvort í fjallinu norðan- eða sunnanverðu. Eyjafjallajökull… Continue reading Kort sýnir eldgos í Eyjafjallajökli

Published
Categorized as Fréttir

Skipulagsvefsjá í loftið

Skipulagsstofnun hefur opna Skipulagsvefsjá á heimasíðu sinni en þar er um að ræða rafrænt gagnasafn skipulagsáætlana. Markmiðið er að þar verði með tímanum hægt að nálgast allt deili- og aðalskipulag sem samþykkt og staðfest hefur verið.   Opna Skipulagsvefsjá

Kynningarfundur um örnefnaskráningu á Akranesi

Næstkomandi fimmtudag, 25. febrúar, munu fulltrúar frá Landmælingum Íslands kynna vinnu sem staðið hefur yfir við skráningu örnefna á Akranesi í samstarfi við Akraneskaupstað. Fundurinn verður haldinn í Tónbergi og hefst kl. 20.00. Á sama fundi verður fjallað um skýrslu sem nefnist Perla Faxaflóa –  Bæja- og húsakönnun á Skipaskaga.

Nýtt lagafrumvarp um bætt aðgengi að landupplýsingum

Í frumvarpinu er lagt til að byggð verði upp grunngerð landupplýsinga á vegum stjórnvalda og henni viðhaldið í þeim tilgangi að tryggja aðgengi yfirvalda og almennings að slíkum gögnum á Íslandi. Almenningi er gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpsdrögin til og með 24. febrúar næstkomandi. Sjá nánar á vef umhverfisráðuneytisins.

Published
Categorized as Inspire