Í jarðskjálftanum sem varð í gær með upptök nálægt Selfossi og Hveragerði urðu miklar hreyfingar á jarðskorpunni. Sjónarvottar töluðu um að þeir hafi hreinlega séð landslagið ganga í öldum. Landmælingar Íslands bera ábyrgð á rekstri og viðhaldi svokallaðs landshnitakerfis sem byggt er upp með mörgum mælipunktum um allt land og hafa þekkta staðsetningu með nákvæmni sem mæld… Continue reading Landmælingar Íslands mæla færslur á landi vegna jarðskjálftans
Forstjórar norrænna kortastofnana í heimsókn
Dagana 19. og 20. maí funduðu forstjórar norrænu kortastofnananna hér á Íslandi. Fundirnir eru haldnir til að styrkja tengsl stofnananna og taka stöðu á þeim fjölmörgu verkefnum set stofnanirnar vinna í sameiningu að. Landmælingar Íslands njóta mjög góðs af þessu samstarfi og hefur það skilað sér á ýmsan hátt, s.s. í kortaútgáfu, landmælingum og við uppbyggingu landfræðilegra… Continue reading Forstjórar norrænna kortastofnana í heimsókn
Landmælingar Íslands ofarlega í vali á stofnun ársins
Landmælingar Íslands hækkuðu sig um 3 sæti í könnun SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, um stofnun ársins 2008, en niðurstöður hennar voru gerðar kunnugar í dag. Landmælingar Íslands urðu í 6 sæti í flokki minni stofnana og einnig í 6. sæti alls. 97 stofnanir tóku þátt í könnuninni. Stofnunin hækkaði sig einnig í einkunn milli ára og verður… Continue reading Landmælingar Íslands ofarlega í vali á stofnun ársins
Þekking flutt til Búlgaríu
Landmælingar Íslands aðstoðuðu á dögunum, búlgörsku kortastofnunina Cadastre Agency, við að sækja um í sjóð EES sem stuðla á að uppbyggingu í nýjum löndum Evrópusambandsins. Að verkinu kom einnig norska kortastofnunin Statens Kartverk en sú stofnun hefur mikla reynslu á þessu sviði. Verkefnið gengur út á það að skanna og hnitsetja um 22.000 kort sem… Continue reading Þekking flutt til Búlgaríu
Uppsetning á GNSS jarðstöðvum
Landmælingar Íslands hafa sett upp tvær GNSS (GPS) jarðstöðvar á síðustu vikum. Stöðvar þessar eru á Ísalfirði (gamla Kaupfélagið) og við bæinn Heiðarsel norður af Egilsstöðum. Við uppsetningu á stöðvunum nutu starfsmenn LMÍ margvíslegrar aðstoðar frá heimamönnum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Stöðvanar eru hluti af framtíðar GNSS jarðstöðvaneti Landmælinga Íslands. Hlutverk jarðstöðvanetsins… Continue reading Uppsetning á GNSS jarðstöðvum
Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf
Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands var haldinn á Hótel Stykkishólmi föstudaginn 11. apríl. Meginefni fundarins að þessu sinni var náttúrufræði með sérstakri áherslu á Snæfellsnes. Á fundinum var undirritaður samstarfssamningur milli Landmælingar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið samningsins er að stuðla að auknu samstarfi þessara tveggja mikilvægu stofnana sem báðar eru staðsettar á Vesturlandi. Samningurinn fjallar meðal annars… Continue reading Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf
IS 50V útgáfa 2.1
Nú er útgáfa 2.1 af IS 50V gagnagrunninum komin út. Í útgáfu 2.1 hafa öll lög verið uppfærð nema mannvirki og yfirborð en þau lög verða uppfærð seinna á árinu. Skipting á gagnasettunum er eftirfarandi: Hæðarlínur og punktar Mörk: línur og flákar Samgöngur: línur og flákar Vatnafar: punktar, línur og flákar Örnefni: nöfn Mannvirki: punktar,… Continue reading IS 50V útgáfa 2.1
Landupplýsingar á Alþingi
Á dögunum bar Guðbjartur Hannesson alþingismaður upp fyrirspurn á Alþingi sem hann beindi til umhverfisráðherra. Fyrirspurnin snérist m.a. um aðgang að landupplýsingum fyrir opinbera aðila, innkaup landupplýsinga og hversu miklir fjármunir fara í innkaup opinberra aðila á landfræðilegum gögnum. Svar umhverfisráðherra og spurningar Guðbjarts má lesa á vef Alþingis
Nýr búnaður til að afrita lofmyndafilmur
Nýlega festu Landmælingar Íslands kaup á sérhæfðum skanna af gerðinni Ultrascan 5000 frá fyrirtækinu Vexcel Imaging. Tækið er mjög sérhæft með svokallaða myndmælinganákvæmni, hið fyrsta sinnar gerðar hér á landi. Meginmarkmið kaupanna er að taka stafræn afrit af loftmyndafilmum í safni stofnunarinnar sem geymir nú um 140.000 loftmyndir af Íslandi frá árunum 1937 – 2000.… Continue reading Nýr búnaður til að afrita lofmyndafilmur
Umhverfisstofnun og Landmælingar Íslands gera samstarfssamning
Samstarfssamningur sem undirritaður var 15. janúar á milli Landmælinga Íslands og Umhverfisstofnunar kveður á um samvinnu við öflun og miðlun landfræðilegra gagna og umhverfisupplýsinga. Eitt helsta markmið samningsins er að nýta þá sérfræðiþekkingu sem starfsfólk þessara stofnana býr yfir og samnýta gögn til þess að koma í veg fyrir tvíverknað. Samningurinn nær til samstarfs á… Continue reading Umhverfisstofnun og Landmælingar Íslands gera samstarfssamning