Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands undirrituðu þann 10. janúar afnotasamning um notkun á IS 50V landfræðilega gagnagrunninum fyrir stofnanir og nemendur Háskólans. Samningurinn markar tímamót því nú hafa allir starfsmenn og nemendur aðgang að fullkomnum landfræðilegum gagnagrunni af öllu Íslandi og geta notað hann við nám, rannsóknir og kennslu. Þeir… Continue reading Landmælingar Íslands og Háskóli Íslands gera með sér samning um landupplýsingar
Samstarfssamningur um Landlýsingu
Á dögunum var samstarfssamningur LÍSU og Landmælinga Íslands um lýsigagnavefinn Landlýsingu undirritaður. Í samningnum er áframhaldandi skráning upplýsinga um landfræðileg gögn í Landlýsingu tryggð. Landmælingar sjá um vistun hugbúnaðarins og aðgengi en nefnd á vegum samtaka LÍSU kemur til með að leita eftir nýskráningum og hvetja til uppfærslna á eldri upplýsingum.
Landmælingum afhent gömul kort
Síðastliðið vor heimsótti ræðismaður Íslands í Ástralíu, Inga Árnadóttir, Landmælingar Íslands og færði stofnuninni gömul Íslandskort að gjöf frá John Hitch, arkitekt og fyrrverandi flugmanni í breska flughernum. John Hitch er nú á tíræðisaldri og býr í Ástralíu en hann teiknaði Iðnskólann í Reykjavík ásamt Þór Sandholt.
Samstarfssamningur við Landhelgisgæsluna
Landmælingar Íslands og Landhelgisgæsla Íslands hafa skrifað undir samstarfssamning milli stofnananna. Markmið samningsins er að auka samstarf stofnananna á sviði kortagerðar, landfræðilegra upplýsingakerfa, landmælinga og til að samnýta sérþekkingu og gögn. Stofnanirnar munu koma sér saman um sameiginlega verkefnaskrá er varðar þessi atriði. Einnig munu þær sameignlega vekja athygli á gildi landupplýsinga á Íslandi.
Landmælingar Íslands afhenda Minjasafni Reykjavíkur gamalt kort
Í lok október afhentu Landmælingar Íslands gamalt kort af Reykjavík til Minjasafns Reykjavíkur. Kortið, sem er frumeintak, hefur lengi verið í geymslu hjá stofnuninni en nú þótti tímabært að afhenda kortið réttum aðilum til varanlegrar varðveislu.
Ávarp umhverfisráðherra á ráðstefnunni Landupplýsingar 2007
Þann 17. október var haldin ráðstefnan Landupplýsingar 2007. Við það tilefni flutti umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, ávarp sem hægt er að lesa hér.
Forstjóri LMÍ kjörinn forseti EuroGeographics
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, verður forseti samtaka korta- og fasteignastofnana í Evrópu næstu tvö árin. Ársþingi samtakanna, EuroGeographics, lauk í dag 10. október 2007 í Dubrovnik í Króatíu en Landmælingar Íslands og Fasteignamat ríkisins eiga aðild að þeim fyrir Íslands hönd. Meginþema ársþingsins að þessu sinni var “hlutverk korta- og fasteignastofnana á sviði umhverfismála… Continue reading Forstjóri LMÍ kjörinn forseti EuroGeographics
Landupplýsingar 2007
Þann 17. október verður haldin ráðstefna fyrir þá sem starfa með landupplýsingar og þróun þeirra. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir mun flytja ávarp og Knut Flåten forstjóri Statens Karverk í Noregi verður meðal fyrirlesara. Nánar er hægt að lesa um ráðstefnuna á vef LÍSU.
Ársþing EuroGeographics, samtaka korta- og fasteignastofnana 2007
Dagana 7.-10. október næstkomandi munu EuroGeographics, samtök korta og fasteignastofnana í Evrópu halda ársþing sitt. Að þessu sinni verður þingið haldið í borginni Dubrovnik í Króatíu í boði Króatísku korta- og fasteignastofnunarinnar (State Geodetic Administration of the Republic of Croatia).
Forstjóri finnsku landmælingastofnunarinnar í heimsókn
Undanfarna daga hefur Risto Kuittinen forstjóri Finnsku landmælingastofnunarinnar FGI verið á landinu. Risto er hingað kominn til að kynna sér starfsemi Landmælinga Íslands og að fylgjast með samstarfsverkefni LMÍ og FGI um algildar þyngdarmælingar en mælingar á þyngdarhröðun eru ein af grunnstoðum landmælingafræðanna. Þær gefa nauðsynlegar upplýsingar við rannsóknir á breytingum jarðar sem ekki er hægt… Continue reading Forstjóri finnsku landmælingastofnunarinnar í heimsókn