Myndirnar sýna niðurstöður CORINE-flokkunarinnar árið 2000 (efri mynd) og 2018 (neðri mynd). Augljóst er hvernig byggð svæði (einkum rauðir litir) sem og skógar og skógræktarsvæði (grænir litir) hafa stækkað. Mikilvægur hluti af CORINE-flokkunarvinnunni er að leiðrétta villur í seinustu útgáfu gagnagrunnsins áður en raunverulegar breytingar eru kortlagðar. Á stöku stað má sjá slíkar leiðréttingar einkum… Continue reading CORINE-flokkunin – Útþensla byggðar á höfuðborgarsvæðinu
CORINE-flokkunin 2000 – 2018 Snæfellsjökull minnkar og minnkar og minnkar
Ofan á innrauða SPOT-gervitunglamynd (tekin 26. júlí 2005) eru dregnar mismunandi litar línur sem tákna útlínu Snæfellsjökuls í þau fjögur skipti sem CORINE-kortlagningin hefur farið fram. Taflan sýnir hvaða lína á við hvert ár og hvert flatarmál jökulsins var þá: Ár CORINE-kortlagningar Litur útlínu Flatarmál (km2) 2000 bleikur 12,1 2006 grænn 11,0 2012 rauður 9,2… Continue reading CORINE-flokkunin 2000 – 2018 Snæfellsjökull minnkar og minnkar og minnkar
CORINE-flokkunin – Rýrnun jökla 2000 – 2018
Í CORINE landflokkunarverkefninu eru breytingar á landgerðum/landnotkun kortlagðar á 6 ára fresti. Seinustu CORINE-kortlagningu lauk 2018 og var heildarflatarmál allra breytinga frá 2012 um 770 km2. Margar landgerðir stækka staðbundið á ákveðnum stöðum, en minnka annars staðar. Til dæmis stækkar flokkurinn „332 Ógróin hraun og urðir“ um 266,5 km2 aðallega þar sem land kemur undan… Continue reading CORINE-flokkunin – Rýrnun jökla 2000 – 2018
CORINE-flokkunin – Landgerðabreytingar á Hólasandi
Árangur landgræðslu á Hólasandi í Suður-Þingeyjasýslu. Meðfylgjandi myndir eru gervitunglamyndir af Hólasandi í Suður-Þingeyjarsýslu sem teknar eru með 7 ára millibili. Myndin til vinstri er SPOT-5 mynd tekin 7. 9. 2010, en sú til hægri er Sentinel-2 mynd frá 27. 7. 2017. Neðst á myndunum sést í Sandvatn og Mývatn, en Bæjarfjall við Þeistareyki er… Continue reading CORINE-flokkunin – Landgerðabreytingar á Hólasandi
CORINE landgerðabreytingar á Íslandi 2000 – 2018
CORINE landgerðaflokkuninni var lokið í nóvember 2018 og var þetta í fjórða skipti sem hún var gerð hér á landi. CORINE er samevrópskt landgerða-/landnotkunarflokkunarverkefni sem 39 Evrópulönd taka núna þátt í. Notaðar eru gervitunglamyndir til þess að kortleggja landgerðir samkvæmt ákveðnum flokkunarlykli og eru breytingar á landgerðum/landnotkun kortlagðar á 6 ára fresti. CORINE flokkun var… Continue reading CORINE landgerðabreytingar á Íslandi 2000 – 2018
Fundur Arctic SDI haldinn hjá Landmælingum Íslands
Í vikunni var haldinn fundur landstengiliða í Arctic SDI verkefninu, hjá Landmælinum Íslands. Arctic SDI er samstarfsverkefni þjóða á norðurslóðum við uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurskautssvæðinu. Markmiðið er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af svæðinu m.a. í tengslum við umhverfisáhrif og fjölbreytt lífríki. Þá var einnig… Continue reading Fundur Arctic SDI haldinn hjá Landmælingum Íslands
Hæðarlíkan af Skaftafellsfjöllum ásamt Mosárdal
Árin 2010-2012 voru gerðar Lidarmælingar á Öræfajökli og aðliggjandi svæðum, m.a. Öræfasveitinni. Lidar hæðargögn eru mun nákvæmari en önnur og væri vissulega þörf fyrir slík gögn af landinu öllu. Lidargögn hafa ýmsa kosti því með þeim er unnt að fá mun nákvæmari hæðarlíkön af landinu. Slík líkön eru m.a. notuð til að greina flóðfarvegi, mæla… Continue reading Hæðarlíkan af Skaftafellsfjöllum ásamt Mosárdal
Hæðarmælingar fjalla
Mörg atriði geta haft áhrif þegar hæð lands er mælt. Þar má nefna mismunandi mæliaðferðir og mismunandi skilgreining á 0-punkti. Með nútíma mæliaðferðum er þessi munur þó lítill, sérstaklega ef mælingamenn kunna vel til verka. Þegar fjöll eru mæld koma fleiri breytur til. Í fyrsta lagi er ekki alltaf verið að mæla sama punktinn, þ.e.… Continue reading Hæðarmælingar fjalla
Vinnustofa á Selfossi – Mælingar og skráning landeigna
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 milli kl. 09:00 og 16:00 munu Þjóðskrá Íslands og Landmælingar Íslands bjóða upp á vinnustofu á Hótel Selfossi, fyrir landmælingamenn, tæknifólk sveitarfélaga og hönnuði sem skila inn gögnum í Landeignaskrá. Farið verður yfir grunnþætti landeignaskráningar, gagnaöflun, skráningarferli, landmælingu, framsetningu uppdrátta og lagalegt umhverfi. Vinnustofan er hugsuð sem fyrsta skref af nánara… Continue reading Vinnustofa á Selfossi – Mælingar og skráning landeigna
Landmælingar Íslands eignast nýjan loftmyndaskanna
Árið 2008 var ákveðið að koma loftmyndum Landmælinga Íslands á rafrænt form og í því skyni var keyptur loftmyndaskanni til verksins. Síðan þá hefur skanninn gengið nánast dag og nótt og hafa um 44% mynda úr loftmyndasafninu verið skannaðar. Eftir tíu ára stanslausa vinnu gafst gamli skanninn upp og var því ákveðið að festa kaup… Continue reading Landmælingar Íslands eignast nýjan loftmyndaskanna