Vel heppnað málþing á Akranesi um opinber störf á landsbyggðinni

Föstudaginn 22. febrúar 2019 stóðu Landmælingar Íslands að afar vel heppnuðu málþingi um opinber störf á landsbyggðinni. Tilefni þessa málþings var að um 20 ár eru síðan að Landmælingar Íslands voru fluttar til Akraness frá Laugaveg 178 í Reykjavík, þar sem markmiðið var að efla atvinnulífið utan höfuðborgarinnar. Á þessum tíma störfuðu tæplega 30 starfsmenn… Continue reading Vel heppnað málþing á Akranesi um opinber störf á landsbyggðinni

Kvíárjökull – hæðarlíkan

Einn af tilkomumestu jöklum landsins nefnist Kvíárjökull og er hann í Öræfasveitinni. Eitt helsta sérkenni hans er umgjörðin eða hinir háu jökulgarðar, sem ná 80 m hæð og umlykja og hylja jökulsporðinn fyrir vegfarendum. Til að sjá jökulinn þarf að fara inn um op myndað af farvegi Kvíár, sem fellur til austurs frá jökli. Fjöllin sem… Continue reading Kvíárjökull – hæðarlíkan

Hæðarlíkan af Esju

Esjan hefur mikla þýðingu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Segja má að hún sé þeirra fjall. Afar vinsælt er að ganga á Esjuna, að minnsta kosti upp að Steini sem er í um 597 m hæð. Leiðin að steini er um 6.6 km löng, fram og til baka frá bílastæði við Mógilsá. Fyrir ofan Steininn er klettabelti… Continue reading Hæðarlíkan af Esju

Skráning hafin á málþingið Búbót eða basl?

Fyrr í mánuðinum sögðum við frá málþingi sem Landmælingar Íslands halda í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að stofnunin hóf starfsemi sína á Akranesi. Hafin er skráning á málþingið sem verður haldið 22. febrúar næstkomandi frá kl 13:00 til 15:30 í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi. Yfirskrift þess er Ríkisstofnun úti á… Continue reading Skráning hafin á málþingið Búbót eða basl?

Hæðarlíkan af Skessuhorni og Heiðarhorni í Skarðsheiði

Þá er röðin komin að þrívíddarmynd fyrir Skessuhorn og Heiðarhorn í Skarðsheiði. Skessuhorn, sem telst einn tignarlegasti tindur á Vesturlandi, rís í sem næst 967 m hæð. Af tindinum sést vítt yfir Vesturland og er ganga á hann talin taka 5-6 klst. Gengið er upp að norðanverðu. Efri hluti fjallsins er gerður af fjölda hraunlaga… Continue reading Hæðarlíkan af Skessuhorni og Heiðarhorni í Skarðsheiði

Fréttabréfið Kvarðinn komið út

Fyrsta tölublað Kvarðans á árinu 2019 er komið út. Þar er meðal annars sagt frá því að 20 ár eru liðin frá því Landmælingar Íslands hófu starfsemi sína á Akranesi, samstarfi við Landhelgisgæsluna og markmiðum ársins 2018. Margt annað fróðlegt um starfsemi Landmælinga Íslands er að finna í fréttabréfinu.  

Published
Categorized as Fréttir

Mýrdalsjökull – hæðarlíkan

Hér kemur hæðarlíkan af af Mýrdalsjökli en undir honum  er eldstöðin Katla, ein af stærstu og virkustu megineldstöðum landsins. Margir eru þeirrar skoðunar að stutt geti verið í Kötlugos en gerist það má telja líklegt að jökulhlaup berist niður á Mýrdalssand og loki þjóðveginum um stund Líkanið sýnir ekki sömu smáatriði hvað landslag varðar og… Continue reading Mýrdalsjökull – hæðarlíkan

Copernicus Sentinel dagatal 2019

Á vef Geimferðastofnunar Evrópu er að finna nýtt dagatal fyrir árið 2019. Dagatalið er með myndum sem teknar eru hér og þar af Jörðinni úr Sentinel-2 gervitunglunum. Mynd marsmánaðar er af suðvesturhorni Íslands og er Akranes á miðri skýjalausri myndinni. Myndin er tekin árið 2017 en því miður er ekki að finna upplýsingar um dagsetningu.… Continue reading Copernicus Sentinel dagatal 2019

Published
Categorized as Fréttir

Landmælingar Íslands 20 ár á Akranesi

Í dag 8. janúar 2019 eru 20 ár liðin frá formlegri opnunarathöfn Landmælinga Íslands á Akranesi. Stofnunin hafði á þeim tíma verið starfrækt frá árinu 1956 í Reykjavík en var flutt á Akranes eftir að nefnd á vegum forsætisráðuneytisins hafði tekið ákvörðun um að flytja nokkrar ríkisstofnanir út á land.  Á þeim tíma sem stofnunin… Continue reading Landmælingar Íslands 20 ár á Akranesi

Published
Categorized as Fréttir

Hæðarlíkan – Hekla

Nú er röðin komin að Heklu í þrívídd. Ógnin af eldgosum í Heklu fékk menn til að halda að þar mætti finna inngöngu í helvíti. Hvort sem það er rétt eða ekki er Hekla líklega þekktasta eldfjall landsins. Lögun fjallsins minnir á bát á hvolfi. Árið 1104 gaus í fjallinu og bárust gosefni í miklum… Continue reading Hæðarlíkan – Hekla