Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa fjögurra gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum, mörkum og samgöngum. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu og er það eina lagið þar sem stöðugt er unnið að uppfærslum. Frá síðustu útgáfu örnefna hefur verið skráð töluvert… Continue reading Ný útgáfa fjögurra gagnalaga í IS 50V
Brennisteinsfjöll – hæðarlíkan
Brennisteinsfjöll er fjalllendi suðvestan við Bláfjöll og samgróið þeim. Þau liggja utan við alfaraleið en eru án efa ein af stærstu perlunum á SV-horni landsins. Brennisteinsfjöll eru virkt eldfjallasvæði og þar er jafnframt háhitasvæði og fjölbreyttar gosmyndanir, svo sem gígaraðir, hrauntraðir og hraun. Greina má gosrein á þessu svæði sem að austanverðu markast af Bláfjöllum… Continue reading Brennisteinsfjöll – hæðarlíkan
Torfajökull – hæðarlíkan
Hæðarlíkan dagsins er af Torfajökli. Á myndinni sést Torfajökull eins og hann leit út árið 1958 á loftmyndum Landmælinga Íslands. Líkanið er gott dæmi um notagildi eldri loftmynda af landinu. Til að meta breytingar á rúmmáli og útbreiðslu jökla vann dr. Joaquín M. C. Belart, starfsmaður Landmælinga, þetta hæðarlíkan og annað mun yngra eða frá… Continue reading Torfajökull – hæðarlíkan
Landmælingar Íslands festa kaup á alstöð
Í gær, 6. desember afhentu fulltrúar frá fyrirtækinu Ísmar, Landmælingum Íslands alstöð af gerðinni Trimble S9 HP sem stofnunin hefur fest kaup á. Alstöðin er með hálfrar sekúndu nákvæmni og ein af þeim fullkomnustu sem eru í notkun hér á landi. Alstöðin er aðallega hugsuð til mælinga vegna viðhalds og við áframhaldandi uppbyggingu hæðarkerfis Íslands,… Continue reading Landmælingar Íslands festa kaup á alstöð
Starfsmaður LMÍ ver doktorsritgerð
Í gær fimmtudaginn 29. nóvember 2018 varði Joaquín M. C. Belart, starfsmaður Landmælinga Íslands doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands. Heiti ritgerðarinner er „Afkoma íslenskra jökla, breytileiki og tengsl við loftslag“. Viðfangsefni doktorsverkefnisins er nýting fjarkönnunargagna við gerð hæðarkorta af jöklum og hvernig eigi að nýta þau til að fá sem nákvæmasta mælinga á afkomu jökla á… Continue reading Starfsmaður LMÍ ver doktorsritgerð
Hæðarlíkan af Herðubreið
Þar sem ánægja var með hæðarlíkan af Öræfajökli sem starfsmenn Landmælinga Íslands settu saman í síðustu viku höfum við ákveðið halda áfram með svona verkefni og gera úr því einskonar leik. Við munum næstu vikurnar vera með módeldaga á föstudögum og leika okkur með að setja saman hæðargögn af svæðum og myndir og kannski eitthvað… Continue reading Hæðarlíkan af Herðubreið
Landhelgisgæslan og Landmælingar efna til samstarfs
Landupplýsingar Landhelgisgæslunnar gerðar aðgengilegar og strandlína Íslands endurbætt Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri Landmælinga Íslands, skrifuðu í dag undir samstarfssamning sem felur í sér samstarf stofnananna um aukið aðgengi almennings að rafrænum kortaupplýsingum og endurbótum á strandlínu landsins. Landmælingar Íslands hafa á undanförnum árum eflt miðlun kortagagna sinna á… Continue reading Landhelgisgæslan og Landmælingar efna til samstarfs
Hæðarlíkan af Öræfajökli
Í kjölfar nokkurrar umræðu um jarðhræringar í Öræfajökli hafa starfsmenn Landmælinga Íslands sett saman hæðarlíkan af jöklinum sem á uppruna sinn að rekja til lidar mælinga frá 2012 . Ofaná hæðarlíkanið hefur verið sett mynd tekin úr gervitungli Planet Labs, 2. nóvember 2018. Hæðargögnin og myndgögnin eru síðan sett saman í Qgis sem er opin… Continue reading Hæðarlíkan af Öræfajökli
Ný útgáfa af Cocodati
Landmælingar Íslands hafa þróað nýja útgáfu af cocodati (Coordinate Conversion and Datum Transformation for Iceland) sem notað er til að varpa hnitum á milli hnitakerfa. Um er að ræða algera endurnýjun á forritinu og byggir vörpunarvél þess á nýjustu útgáfunni af PROJ, nánari upplýsingar https://proj4.org/. PROJ er safn kortavarpanna og aðgerða til að varpa á… Continue reading Ný útgáfa af Cocodati
Skráning örnefna á Fljótsdalshéraði
Föstudaginn 19. október fóru Rannveig L. Benediktsdóttir og Bjarney Guðbjörnsdóttir, starfsmenn Landmælinga Íslands til Egilsstaða þar sem undirritaður var samstarfssamningur milli stofnunarinnar og Fljótsdalshéraðs um söfnun og skráningu örnefna. Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði mun sinna skráningunni og nota til þess örnefnaskráningarveftól Landmælinga Íslands og örnefnalýsingar jarða frá nafnfræðisviði Árnastofnunar. Þær Rannveig og Bjarney héldu… Continue reading Skráning örnefna á Fljótsdalshéraði