Ráðstefna um málefni norðurslóða

Fjölmenni var á ráðstefnu Arctic Circle. Myndin er fengin að láni á vef ráðstefnunnar.

Dagana 19. til 21. október fór fram í Hörpu árleg ráðstefna um málefni norðurslóða, Arctic Circle. Arctic Circle er alþjóðlegur vettvangur sem fjallar um mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingum, samstarf á því sviði og framtíð norðurslóða. Einn af mikilvægu þáttum í baráttunni gegn lofslagsbreytingum er aðgengi að upplýsingum.  Með það í huga kynnti Eydís… Continue reading Ráðstefna um málefni norðurslóða

Published
Categorized as Fréttir

Lýsigagnagáttin uppfærð

Undanfarnar vikur hefur vinna við uppfærslu á Lýsigagnagáttinni farið fram. Nú er vinnunni lokið og búið er að opna nýju útgáfuna. Skráningaraðgangar voru ekki virkir á meðan á uppfærslunni stóð en eru núna aftur opnir, þannig að notendur geta skráð sig inn og uppfært skráningar sé þörf á því. Helstu breytingarnar tengjast notendavænna viðmóti. Verið… Continue reading Lýsigagnagáttin uppfærð

Kvarðinn, fréttabréf Landmælinga Íslands, er kominn út

Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands á árinu 2018 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá skýrslu um könnun á stöðu landupplýsinga  meðal stofnana og opinberra fyrirtækja, sem Landmælingar Íslands stóðu fyrir fyrr á árinu, nýrri uppfærslu á IS 50V og kynningu á Copernicusáætlun Evrópusambandsins. Kvarðinn kemur út þrisvar á ári og… Continue reading Kvarðinn, fréttabréf Landmælinga Íslands, er kominn út

Published
Categorized as Fréttir

Landmælingar Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður efla samstarf á sviði korta- og landupplýsingamála

Kortið sýnir útlínur jökla frá árinu 1890 til 2014.

Landmælingar Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður sinna mikilvægum verkefnum við að skrá og varðveita íslenska náttúru og að stuðla að sjálfbærri þróun á því sviði. Nýlega undirrituðu forstjóri Landmælinga Íslands og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs viljayfirlýsingu á sviði korta- og landupplýsingamála til að nýta sem best styrkleika beggja stofnana. Viljayflirlýsingin byggir m.a. á þeirri vinnu sem þegar hefur átt… Continue reading Landmælingar Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður efla samstarf á sviði korta- og landupplýsingamála

Published
Categorized as Fréttir

Kynning á Copernicusáætlun Evrópusambandsins

Á morgun, 19. september verður kynning á Copernicus áætlun Evrópusambandsins á Grand Hótel í Reykjavík. Copernicus verkefnið er gríðarlega viðamikið og snýst um vöktun á yfirborði og umhverfi jarðarinnar, með nýjustu gervitunglatækni. Ísland er fullgildur aðili að Copernicus og fær aðgang að þjónustu og upplýsingum um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta svo sem á sviðum… Continue reading Kynning á Copernicusáætlun Evrópusambandsins

Listi gagnasetta sem tilheyra grunngerð landupplýsinga

Í könnun á stöðu landupplýsinga meðal opinberra aðila, sem gerð var fyrr á þessu ári, voru 423 landfræðileg gagnasett talin upp en gagnasettin teljast hluti af grunngerð landupplýsinga á Íslandi. Á nýrri síðu er hægt að skoða lista yfir þessi gagnasett og átta sig á því á auðveldan hátt, hvort að til séu lýsigögn um… Continue reading Listi gagnasetta sem tilheyra grunngerð landupplýsinga

Published
Categorized as Fréttir

Ný skýrsla um niðurstöður könnunar á grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar

Mynd Guðni Hannesson

Fyrr á þessu ári stóðu Landmælingar Íslands fyrir könnun á stöðu landupplýsinga meðal opinberra stofnanna og opinberra fyrirtækja sem talið var að hefðu landupplýsingar meðal gagna sinna. Könnun sem þessi hefur verið framkvæmd með reglulegu millibili allt frá árinu 2008. Síðasta könnun var framkvæmd árið 2015 bæði meðal stofnana og sveitarfélaga. Könnunin var að þessu… Continue reading Ný skýrsla um niðurstöður könnunar á grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar

Published
Categorized as Fréttir

Könnun á vef Landmælinga Íslands

Dagana 1. til 15. júní síðastliðinn var gerð könnun meðal notenda vefs Landmælinga Íslands. Könnun sem þessi hefur verið gerð nokkur undanfarin ár meðal annars til þess að fá fram hjá notendum hvernig bæta megi þá þjónustu sem vefurinn hefur upp á að bjóða og koma til móts við þarfir notenda. Fram kemur í könnuninni… Continue reading Könnun á vef Landmælinga Íslands

Published
Categorized as Fréttir

Ársþing Sameinuðu þjóðanna um landupplýsingar

Fundinn sóttu 400 fulltrúar frá yfir 100 þjóðlöndum.

Á áttunda ársþingi Sameinuðu þjóðanna um landupplýsingar (United Nations Global Geospatial Information Management, UN-GGIM) sem var haldið í New York 1.-3. ágúst 2018 var fjallað um samstarf þjóða heimsins við hagnýtingu margskonar landupplýsinga, s.s. stafrænna korta af sjó og landi, loftmynda, gervitunglagagna og staðtengdra tölfræðigagna, þvert á landamæri. Fundinn sóttu að þessu sinni yfir 400… Continue reading Ársþing Sameinuðu þjóðanna um landupplýsingar

Published
Categorized as Fréttir

Nýtt þjónustukort

Byggðastofnun hefur kynnt fyrsta áfanga þjónustukorts sem sýna á aðgengi landsmanna að allri almennri þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Markmiðið er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu. Landmælingar Íslands hafa komið að verkefninu frá upphafi enda tengist það mjög lögbundnum verkefnun stofnunarinnar um miðlun og grunngerð landupplýsinga og ráðgjöf til stjórnvalda.… Continue reading Nýtt þjónustukort