Sameinuðu þjóðirnar samþykkja ályktun um mikilvægi hnattræns landmælingakerfis fyrir sjálfbæra þróun

Sameinuðu þjóðirnar samþykktu þann 26. febrúar síðastliðinn  ályktun um  mikilvægi landmælinga og hnattrænna landmælingakerfa í nútímasamfélagi. Ályktunin undirstrikar mikilvægi alþjóðasamvinnu við að koma upp hnattrænu landmælingakerfi og mikilvægi fjarkönnunar og mælinga á jörðu niðri. Mælingar í hnattrænu landmælingakerfi styðja við stefnumótun í sjálfbærri þróun, vöktun á loftslagsbreytingum og hamfarastjórnun auk þess að hafa víðtækt notagildi í flutningum, landbúnaði og verklegum framkvæmdum.

Í dag er í rekstri alþóðlegt hnitakerfi sem kallast ITRF, rekið í alþjóðlegu samstarfi, en með þessari ályktun er ætlunin að renna enn styrkari stoðum undir þessháttar kerfi.

Hér má sjá myndband sem útskýrir mikilvægi hnattrænna landmælingakerfa.

Fréttatilkynning Sameinuðu þjóðanna