Samningur gerður við Ritara ehf. um símaþjónustu

Landmælingar Íslands og Ritari ehf. undirrituðu samning um símaþjónustu þann 1. mars. Fyrirtækið Ritari ehf. sem staðsett er í sama húsi og Landmælingar Íslands var lægst í útboði sem gert var á símaþjónustu snemma á þessu ári og mun það taka við þjónustunni 1. apríl næstkomandi.

 

Magnús Guðmundsson og Ingibjörg Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri Ritara ehf. við undirritun samningsins.

Leave a comment