Samningur við CloudEngineering um nýjan vef LMÍ

Þann 8. mars sl. gerðu Landmælingar Íslands samning við fyrirtækið Cloudengineering um hönnun og skipulag á nýjum vef fyrir stofnunina. CloudEngineering er þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í upplýsingatækni og vinnur meðal annars að vefhönnun með hugbúnaðinum Word Press sem Landmælingar Íslands hafa valið fyrir ytri vefinn.    

Word Press er opin hugbúnaður sem hefur hlotið mikla útbreiðslu um allan heim og býður hann upp á mikinn sveigjanleika og er auðveldur í notkun fyrir þá sem inn efni. Nýji vefur Landmælinga Íslands verður opnaður á næstu vikum. 

Leave a comment