Samræmingarnefnd um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar

Umhverfisráðherra hefur skipað eftirfarandi aðila í samræmingarnefnd um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar:

 

  • Sesselja Bjarnadóttir, umhverfisráðuneyti, formaður;
  • Áki Ármann Jónsson, sviðsstjóri, tilnefndur af umhverfisráðuneyti;
  • Borgar Páll Bragason, verkefnisstjóri, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti;
  • Karólína Guðjónsdóttir, landfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga;
  • Magnús Guðmundsson, forstjóri, tilnefndur af Landmælingum Íslands;
  • Sif Guðjónsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af forsætisráðuneyti;
  • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af innanríkisráðuneyti;
  • Þorgeir Ólafsson, sérfræðingur, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti;
  • Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, landfræðingur, tilnefnd af samtökum um landupplýsingar á Íslandi;
  • Þorvaldur Bragason, sérfræðingur, tilnefndur af iðnaðarráðuneyti.

 

Hlutverk nefndarinnar er að vinna að fyrstu aðgerðaráætlun við uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar upplýsingar um Ísland og aðstoða stjórnvöld við frekari stefnumótun á þessu sviði. Aðgerðaráætlunin skal vera tilbúin til staðfestingar 1. janúar 2014 og vera til fimm ára í senn. Umhverfisráðherra staðfestir aðgerðaráætlunina.

Leave a comment