Landmælingar Íslands og Landhelgisgæsla Íslands hafa skrifað undir samstarfssamning milli stofnananna. Markmið samningsins er að auka samstarf stofnananna á sviði kortagerðar, landfræðilegra upplýsingakerfa, landmælinga og til að samnýta sérþekkingu og gögn. Stofnanirnar munu koma sér saman um sameiginlega verkefnaskrá er varðar þessi atriði. Einnig munu þær sameignlega vekja athygli á gildi landupplýsinga á Íslandi.
Á myndinni sjást Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands og Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands handsala samninginn en á borðinu liggur nýjasta sjókortið frá Sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar, þar sem m.a. er byggt á IS 50V grunni Landmælinga Íslands.